Stjörnur skjálfa á beinunum vegna Golden Globe 12. janúar 2012 11:15 Ricky Gervias mun velja skotmörk sín af kostgæfni og reyna koma áhorfendum á Golden Globe í opna skjöldu. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira