Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu 4. janúar 2012 08:00 Arnar Gunnlaugs og leikkonan Michaela Conlin hafa verið saman í nokkra mánuði en það var fyrir tilstilli Ásdísar Ránar að parið kynntist. Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni). Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni).
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira