Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2012 15:18 Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira