Glæsimenni og glaumgosar geisluðu á Herrafatasýningu Kormáks og Skjaldar 6. desember 2012 16:30 Myndir/Vilhelm Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira