Fella tré og fara í bústað á aðventunni 23. nóvember 2012 14:30 Þórunn Högna er að verða búin að undirbúa jólin. Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn á þínu heimili? Hann byrjar yfirleitt frekar snemma hjá mér eða í kringum miðjan október, en þá er komið smá jóla hér og þar. Vegna vinnu minnar koma jólin nokkuð snemma, en mér finnst það bara gaman. Ertu kannski búin að öllu? Já, ég er langt komin með jólaundirbúninginn, það er nánast allt húsið komið í jólafötin, jólakortin eru klár, mig vantar bara nokkrar jólagjafir upp á. En svo geymi ég alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jólatréð viku fyrir jól. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið hafið tileinkað ykkur og sinnið á hverju ári? Það eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við höfum til dæmis farið síðastliðin fimm ár austur að Geysi í Haukadal með fjölskyldunni á jólahlaðborðið og verið í bústað í nokkra daga, svo er toppurinn þegar við förum í Haukadalsskóg og fellum jólatréð okkar. Svo má ekki gleyma jólatónleikunum hjá Frostrósum sem ég missi aldrei af í desember. Hvað eldið þið í jólamatinn? Hún móðir mín sér alveg um jólamatinn, aspassúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, þetta klikkar aldrei. Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau eru nokkur, en ég held mikið upp á „Ó helga nótt" með Agli Ólafs. Hvaða þema er í skreytingunum hjá þér í ár? Náttúrulegir litir með greni og könglum, hvít kerti og svo er ég alveg veik fyrir hreindýrum. Segðu okkur aðeins frá kransinum? Hann er hlýlegur en samt töff, mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að aðventukrönsum. Ég varð alveg heilluð af þessum litlu glerkúplum sem ég sá í ILVA, en þeir gera kransinn pínu öðruvísi. Hvaða hráefni notar þú í hann? Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla glerkúpla, fjóra sandlitaða kertastjaka í tveimur stærðum (TIGER), fjögur hvít kerti, fullt af könglum, fjögur sink-merkispjöld frá Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-greni, brúnt leðurband og æðislegu hreindýrin frá House Doctor sem setja punktinn yfir i-ið.Frumlegur og fallegur krans hjá Þórunnu. Jólafréttir Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn á þínu heimili? Hann byrjar yfirleitt frekar snemma hjá mér eða í kringum miðjan október, en þá er komið smá jóla hér og þar. Vegna vinnu minnar koma jólin nokkuð snemma, en mér finnst það bara gaman. Ertu kannski búin að öllu? Já, ég er langt komin með jólaundirbúninginn, það er nánast allt húsið komið í jólafötin, jólakortin eru klár, mig vantar bara nokkrar jólagjafir upp á. En svo geymi ég alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jólatréð viku fyrir jól. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið hafið tileinkað ykkur og sinnið á hverju ári? Það eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við höfum til dæmis farið síðastliðin fimm ár austur að Geysi í Haukadal með fjölskyldunni á jólahlaðborðið og verið í bústað í nokkra daga, svo er toppurinn þegar við förum í Haukadalsskóg og fellum jólatréð okkar. Svo má ekki gleyma jólatónleikunum hjá Frostrósum sem ég missi aldrei af í desember. Hvað eldið þið í jólamatinn? Hún móðir mín sér alveg um jólamatinn, aspassúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, þetta klikkar aldrei. Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau eru nokkur, en ég held mikið upp á „Ó helga nótt" með Agli Ólafs. Hvaða þema er í skreytingunum hjá þér í ár? Náttúrulegir litir með greni og könglum, hvít kerti og svo er ég alveg veik fyrir hreindýrum. Segðu okkur aðeins frá kransinum? Hann er hlýlegur en samt töff, mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að aðventukrönsum. Ég varð alveg heilluð af þessum litlu glerkúplum sem ég sá í ILVA, en þeir gera kransinn pínu öðruvísi. Hvaða hráefni notar þú í hann? Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla glerkúpla, fjóra sandlitaða kertastjaka í tveimur stærðum (TIGER), fjögur hvít kerti, fullt af könglum, fjögur sink-merkispjöld frá Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-greni, brúnt leðurband og æðislegu hreindýrin frá House Doctor sem setja punktinn yfir i-ið.Frumlegur og fallegur krans hjá Þórunnu.
Jólafréttir Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira