Rjúpur detta inn fyrir austan 14. nóvember 2012 08:15 Rjúpnaskyttur hafa þurft að sætta sig við misjöfn veður í haust. Þessi náði þó í soðið í Breiðdalnum. Mynd / Veiðiþjónustan Strengir. Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan. "Opnunarhelgin 26. -28. október í rjúpunni gaf á milli 50 til 60 rjúpur bæði í Breiðdal og á Jöklusvæðum og voru á milli sex til níu 9 manns að veiðum á hvorum stað. Rjúpan var dreifð og þurfti að hafa mikið fyrir því að finna hana en flestir fengu þó eitthvað í soðið," segir Þröstur Elliðasona á vefsíðunni strengir.is. "Það má segja að helgin á eftir 3. til 4. nóvember hafi fokið á haf út vegna óveðursins og vonlaust að veiða þann laugardag og síðan erfitt að komast á svæðin vegna ófærðar sunnudaginn 4. nóvember," heldur frásögnin áfram. Fram kemur síðan að gestir í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárdal hafi í í góðu og björtu veðri eftir helgi sér mikið af fugli í kjarrinu bak við veiðihúsið. Svo virtist sem rjúpan sé komin víða í kjarrið í Jökulsárhlíðinni eftir allan snjóinn sem hafi komið niður þar eystra. "Því gæti verið spennandi helgar framundan ef veður helst í lagi og enn þá eru lausar nokkrar byssur á Jöklusvæðum 17. til 18 nóvember með gistingu án fæðis í veiðihúsinu. Áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar," segir á strengir.is.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði
Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan. "Opnunarhelgin 26. -28. október í rjúpunni gaf á milli 50 til 60 rjúpur bæði í Breiðdal og á Jöklusvæðum og voru á milli sex til níu 9 manns að veiðum á hvorum stað. Rjúpan var dreifð og þurfti að hafa mikið fyrir því að finna hana en flestir fengu þó eitthvað í soðið," segir Þröstur Elliðasona á vefsíðunni strengir.is. "Það má segja að helgin á eftir 3. til 4. nóvember hafi fokið á haf út vegna óveðursins og vonlaust að veiða þann laugardag og síðan erfitt að komast á svæðin vegna ófærðar sunnudaginn 4. nóvember," heldur frásögnin áfram. Fram kemur síðan að gestir í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárdal hafi í í góðu og björtu veðri eftir helgi sér mikið af fugli í kjarrinu bak við veiðihúsið. Svo virtist sem rjúpan sé komin víða í kjarrið í Jökulsárhlíðinni eftir allan snjóinn sem hafi komið niður þar eystra. "Því gæti verið spennandi helgar framundan ef veður helst í lagi og enn þá eru lausar nokkrar byssur á Jöklusvæðum 17. til 18 nóvember með gistingu án fæðis í veiðihúsinu. Áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar," segir á strengir.is.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði