Aukin veiði á maðk í Dölum umdeild 15. nóvember 2012 08:45 Fluguveiðimenn hafa horn i síðu maðkaveiðinnar á laxaslóðum. Mynd / Garðar Skiptar skoðanir eru meðal veiðimanna um þá ákvörðun Stangaveiðifélags Reykjavíkur að lengja tímabilið sem veiði á maðk er leyfileg í Laxá í Dölum. Veiðin í Laxá á Dölum hefur verið niður á við síðustu árin. Í sumar veiddust aðeins 369 laxar á stangirnar sex sem þykir afleitt í á sem hefur skilað um 1.000 laxa meðalveiði. Sumarið 2011 komu 568 laxar á land. Vegna þessarar þróunar og minnkandi áhuga veiðimanna á Laxá kynnti SVFR breytingar sem laða eiga menn að ánni næsta sumar. Auk þess að afnema fæðisskylduna verður tímabilið sem maðkaveiði er leyfð í ánni lengt um fjórar vikur. Þannig má veiða á maðk strax frá 20. júlí í stað 17. ágúst. Almenn hrifning virðist vera meðal veiðimanna vegna afnáms fæðisskyldunnar en aukin maðkaveiði fer vægast sagt misjafnlega í mannskapinn. Sumir segja að nær hefði verið að ganga lengra í þá átt að hlífa stofninum í ánni fyrir veiðiálagi. Aðrir benda á að dagskvótinn verði minnkaður úr tíu löxum í sex. Fjörugar umræður um þetta hafa verið í Facebook-hópi sem nefndur er Veiðidellan er frábær. Þessum skoðanaskiptum voru gerð skil í upphaflegri útgáfu þessarar frásagnar en þau hafa nú verið fjarlægð úr fréttinni að ósk stofnanda hópsins.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Hreinsunardagur í Elliðaánum á laugardaginn Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði
Skiptar skoðanir eru meðal veiðimanna um þá ákvörðun Stangaveiðifélags Reykjavíkur að lengja tímabilið sem veiði á maðk er leyfileg í Laxá í Dölum. Veiðin í Laxá á Dölum hefur verið niður á við síðustu árin. Í sumar veiddust aðeins 369 laxar á stangirnar sex sem þykir afleitt í á sem hefur skilað um 1.000 laxa meðalveiði. Sumarið 2011 komu 568 laxar á land. Vegna þessarar þróunar og minnkandi áhuga veiðimanna á Laxá kynnti SVFR breytingar sem laða eiga menn að ánni næsta sumar. Auk þess að afnema fæðisskylduna verður tímabilið sem maðkaveiði er leyfð í ánni lengt um fjórar vikur. Þannig má veiða á maðk strax frá 20. júlí í stað 17. ágúst. Almenn hrifning virðist vera meðal veiðimanna vegna afnáms fæðisskyldunnar en aukin maðkaveiði fer vægast sagt misjafnlega í mannskapinn. Sumir segja að nær hefði verið að ganga lengra í þá átt að hlífa stofninum í ánni fyrir veiðiálagi. Aðrir benda á að dagskvótinn verði minnkaður úr tíu löxum í sex. Fjörugar umræður um þetta hafa verið í Facebook-hópi sem nefndur er Veiðidellan er frábær. Þessum skoðanaskiptum voru gerð skil í upphaflegri útgáfu þessarar frásagnar en þau hafa nú verið fjarlægð úr fréttinni að ósk stofnanda hópsins.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Hreinsunardagur í Elliðaánum á laugardaginn Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði