Elliðavatn og Hólmsá komin í Veiðikortið 2. nóvember 2012 16:42 Lítill hundur og urriði á bökkum Elliðavatns. Mynd / Trausti Elliðavatn, Helluvatn, Hólmsá og Náttahgavatn verða í fyrsta skiptið inni í Veiðikortinu frá og með næsta sumri. „Veiðikortið ehf. og Veiðifélag Elliðavatns hafa skrifað undir samning til þriggja ára um aðild Elliðavatns að Veiðikortinu og tekur samningurinn gildi strax á komandi veiðitímabili. Veiði hefst í vatninu Sumardaginn fyrsta 2013," segir í tilkynningu. „Undanfarin tvö ár hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur selt veiðileyfi í Elliðavatn en nú hafa Veiðifélag Elliðavatns og Stangaveiðifélag Reykjavíkur orðið ásátt um að slíta þeim samningi sem gerður var vorið 2011 og á hvorugur aðili kröfu á hinn við þau málalok. Samningur þessi er mikið ánægjuefni fyrir handhafa Veiðikortsins á höfuðborgarsvæðinu enda er vatnið í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og því stutt að fara fyrir marga. Veiðisvæðið hefur verið vannýtt útivistarparadís og er með þessu verið að auðvelda veiðimönnum og fjölskyldufólki aðgang að svæðinu. Svæðið sem um ræðir er Elliðavatn, Helluvatn, Hólmsá auk Nátthagavatns. Veiðisvæðið er mjög fjölbreytt og aðgengilegt að mestu leiti og hentar því vel jafnt fyrir fjölskyldufólk með börn sem og aðra veiðimenn sem leita eftir krefjandi veiði. Veiðireglur og nánari upplýsingar varðandi veiðitilhögun verða kynnt nánar í bæklingi Veiðikortsins 2013 sem er væntanlegur í lok nóvember, sem og á heimasíðu Veiðikortsins."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði
Elliðavatn, Helluvatn, Hólmsá og Náttahgavatn verða í fyrsta skiptið inni í Veiðikortinu frá og með næsta sumri. „Veiðikortið ehf. og Veiðifélag Elliðavatns hafa skrifað undir samning til þriggja ára um aðild Elliðavatns að Veiðikortinu og tekur samningurinn gildi strax á komandi veiðitímabili. Veiði hefst í vatninu Sumardaginn fyrsta 2013," segir í tilkynningu. „Undanfarin tvö ár hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur selt veiðileyfi í Elliðavatn en nú hafa Veiðifélag Elliðavatns og Stangaveiðifélag Reykjavíkur orðið ásátt um að slíta þeim samningi sem gerður var vorið 2011 og á hvorugur aðili kröfu á hinn við þau málalok. Samningur þessi er mikið ánægjuefni fyrir handhafa Veiðikortsins á höfuðborgarsvæðinu enda er vatnið í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og því stutt að fara fyrir marga. Veiðisvæðið hefur verið vannýtt útivistarparadís og er með þessu verið að auðvelda veiðimönnum og fjölskyldufólki aðgang að svæðinu. Svæðið sem um ræðir er Elliðavatn, Helluvatn, Hólmsá auk Nátthagavatns. Veiðisvæðið er mjög fjölbreytt og aðgengilegt að mestu leiti og hentar því vel jafnt fyrir fjölskyldufólk með börn sem og aðra veiðimenn sem leita eftir krefjandi veiði. Veiðireglur og nánari upplýsingar varðandi veiðitilhögun verða kynnt nánar í bæklingi Veiðikortsins 2013 sem er væntanlegur í lok nóvember, sem og á heimasíðu Veiðikortsins."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði