Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Trausti Hafliðason skrifar 8. nóvember 2012 23:47 Félagarnir voru við veiðar skammt frá smábænum Weipa í Queensland-fylki. Nokkrir vinir sem voru við sjóstangveiðar úti fyrir norðausturströnd Ástralíu urðu vitni að ótrúlegu atviki sem þeir festu á „filmu". Félagarnir voru við veiðar skammt frá smábænum Weipa í Queensland-fylki. Myndbandið, sem er rétt tæplega tveggja mínútna lang, sýnir einn vinanna kljást við stóran makríl. Skömmu eftir að löndun mistekst kemur hákarl og hreinlega rífur makrílinn í sig. Það er í raun skondið að heyra viðbrögð vinanna því þeir virðast ekki kippa sér neitt mjög upp við þetta og greinilega fyrir löngu orðnir vanir svona hákarlaárás. Það örlaði í mesta lagi fyrir smá pirringi yfir því að hákarlinn hafi stolið makrílnum. Sjón er söguríkari. Eins og áður sagði er myndbandið stutt en fyrir óþolinmóða þá byrjar hasarinn á 55. sekúndu. Smellið hér til að sjá myndbandið.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði
Nokkrir vinir sem voru við sjóstangveiðar úti fyrir norðausturströnd Ástralíu urðu vitni að ótrúlegu atviki sem þeir festu á „filmu". Félagarnir voru við veiðar skammt frá smábænum Weipa í Queensland-fylki. Myndbandið, sem er rétt tæplega tveggja mínútna lang, sýnir einn vinanna kljást við stóran makríl. Skömmu eftir að löndun mistekst kemur hákarl og hreinlega rífur makrílinn í sig. Það er í raun skondið að heyra viðbrögð vinanna því þeir virðast ekki kippa sér neitt mjög upp við þetta og greinilega fyrir löngu orðnir vanir svona hákarlaárás. Það örlaði í mesta lagi fyrir smá pirringi yfir því að hákarlinn hafi stolið makrílnum. Sjón er söguríkari. Eins og áður sagði er myndbandið stutt en fyrir óþolinmóða þá byrjar hasarinn á 55. sekúndu. Smellið hér til að sjá myndbandið.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði