Bláa Lónið fær alþjóðlega viðurkenningu 12. október 2012 15:30 Landvernd veitti Bláa Lóninu alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Bláfánann í tíunda sinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetjandi og ánægjulegt að Bláa Lónið sem væri einn þekktasti staður Íslands flaggaði Bláfánanum nú í tíunda sinn. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki. Fáninn er til þess fallin að efla jákvæða ímynd og samkeppnishæfni þeirra staða sem flagga honum og kjörin leið til að laða að ferðamenn. En Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum, og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún," sagði Guðmundur.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru afar stoltir af því að flagga Bláfánanum nú í 10 sinn. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum," sagði Magnea.Heimasíða Bláa Lónsins.Fyrir miðju á mynd er Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri.Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu. Skroll-Lífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetjandi og ánægjulegt að Bláa Lónið sem væri einn þekktasti staður Íslands flaggaði Bláfánanum nú í tíunda sinn. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki. Fáninn er til þess fallin að efla jákvæða ímynd og samkeppnishæfni þeirra staða sem flagga honum og kjörin leið til að laða að ferðamenn. En Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum, og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún," sagði Guðmundur.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru afar stoltir af því að flagga Bláfánanum nú í 10 sinn. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum," sagði Magnea.Heimasíða Bláa Lónsins.Fyrir miðju á mynd er Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri.Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu.
Skroll-Lífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira