Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra 13. október 2012 19:36 Frá Gljúfurá í Húnaþingi. Mynd/Trausti Stangveiðin á nýliðnu sumri var í heild um 39% minni en á árinu 2011 og um 16% undir langtímameðaltali. Þetta kemur fram á vef Veiðimálastofnunar. Á vef stofnunarinnar segir að samanburður veiðitalna og talningar úr fiskteljurum sýni að göngur laxins hafi verið í samræmi við veiðina. Vísitölur seiða í ánum sem gengu til sjávar vorið 2011 voru um eða yfir meðallagi í öllum landshlutum og gáfu fyrirheit um góða laxveiði 2012. Það brást og að því leiti kom þessi mikla minnkun milli ára bæði veiðimönnum og sérfræiðngum á óvart. Skýringa á þeirri miklu lægð sem kom fram í laxveiðinni má að stærstum hluta rekja til lélegs vaxtar í sjó sem aftur bendir til lélegra fæðuskilyrða og aukinna affalla. Sem fyrr segir var heildarstangveiði um 39% minni en á árinu 2011 og um 16% undir langtímameðaltali. Inni í tölum um laxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. "Þegar metið var hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og að frádreginni veiði úr sleppingum gönguseiða, var veiðitalan sú lægsta síðan öruggar skráningar hófust," segir á vef Veiðimálastofnunar. Sérfræðingar Veiðimálastofnunar báru saman gögn um veiði og talningar úr fiskteljurum og kom í ljós að göngur laxins voru litlar og í samræmi við veiðina. Skýringa á slakri veiði er því ekki að leita í lélegum veiðiskilyrðum eða lágu veiðihlutfalli. "Meðalþyngd smálaxa sumarið 2012 var sú lægsta sem sést hefur en marktæk tengsl eru á milli þyngdar laxa og þess fjölda sem skilar sér úr sjó hverju sinni. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að sterkt samband ríkir á milli vaxtar laxa fyrstu mánuðina í sjó og þeim fjölda laxa sem skila sér til hrygningar hverju sinni. Vöxtur (að fyrsta vetri í sjó) smálaxa úr Norðurá og Hofsá í Vopnafirði og skiluðu sér í þessar ár 2012 (útganga 2011) reyndist mjög slakur miðað við tímabilið 1988-2012," segja sérfræðingar Veiðimálastofnunar meðal annars. Á vef Veiðimálastofnunar segir að fyrri rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru í sveiflum í laxastofnum á milli hafsvæða. Laxastofnar við Barentshaf höfðu sýnt breytingar í stofnstærð 2-3 árum á undan laxastofnum við Ísland á áttunda og níunda áratugnum. Við nánari skoðun kemur í ljós að þessi tengsl haldast ennþá og hefði því jafnvel verið hægt að sjá fyrir niðursveiflu með samanburði á breytingum á fyrrgreindum hafsvæðum. Eldri rannsóknir sýndu sterk tengsl umhverfisþátta í sjó (hiti, selta og áta) við laxveiði ári síðar einkum norðanlands. Þessi tengsl hafa dofnað hin síðari ár en skilyrði í hafinu við Ísland hafa breyst mikið og sjór hlýnað. Því er erfiðara en áður að sjá fyrir væntanlegar breytingar í laxveiði. Þá segir að laxastofninn muni líklega standa þetta af sér: "Í kjölfar ágætrar afkomu flestra laxastofna á undanförnum árum er ástand seiða í ánum almennt gott og stofnar líklegir til að standa af sér tímabundna niðursveiflu." Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Stangveiðin á nýliðnu sumri var í heild um 39% minni en á árinu 2011 og um 16% undir langtímameðaltali. Þetta kemur fram á vef Veiðimálastofnunar. Á vef stofnunarinnar segir að samanburður veiðitalna og talningar úr fiskteljurum sýni að göngur laxins hafi verið í samræmi við veiðina. Vísitölur seiða í ánum sem gengu til sjávar vorið 2011 voru um eða yfir meðallagi í öllum landshlutum og gáfu fyrirheit um góða laxveiði 2012. Það brást og að því leiti kom þessi mikla minnkun milli ára bæði veiðimönnum og sérfræiðngum á óvart. Skýringa á þeirri miklu lægð sem kom fram í laxveiðinni má að stærstum hluta rekja til lélegs vaxtar í sjó sem aftur bendir til lélegra fæðuskilyrða og aukinna affalla. Sem fyrr segir var heildarstangveiði um 39% minni en á árinu 2011 og um 16% undir langtímameðaltali. Inni í tölum um laxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði. "Þegar metið var hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og að frádreginni veiði úr sleppingum gönguseiða, var veiðitalan sú lægsta síðan öruggar skráningar hófust," segir á vef Veiðimálastofnunar. Sérfræðingar Veiðimálastofnunar báru saman gögn um veiði og talningar úr fiskteljurum og kom í ljós að göngur laxins voru litlar og í samræmi við veiðina. Skýringa á slakri veiði er því ekki að leita í lélegum veiðiskilyrðum eða lágu veiðihlutfalli. "Meðalþyngd smálaxa sumarið 2012 var sú lægsta sem sést hefur en marktæk tengsl eru á milli þyngdar laxa og þess fjölda sem skilar sér úr sjó hverju sinni. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að sterkt samband ríkir á milli vaxtar laxa fyrstu mánuðina í sjó og þeim fjölda laxa sem skila sér til hrygningar hverju sinni. Vöxtur (að fyrsta vetri í sjó) smálaxa úr Norðurá og Hofsá í Vopnafirði og skiluðu sér í þessar ár 2012 (útganga 2011) reyndist mjög slakur miðað við tímabilið 1988-2012," segja sérfræðingar Veiðimálastofnunar meðal annars. Á vef Veiðimálastofnunar segir að fyrri rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru í sveiflum í laxastofnum á milli hafsvæða. Laxastofnar við Barentshaf höfðu sýnt breytingar í stofnstærð 2-3 árum á undan laxastofnum við Ísland á áttunda og níunda áratugnum. Við nánari skoðun kemur í ljós að þessi tengsl haldast ennþá og hefði því jafnvel verið hægt að sjá fyrir niðursveiflu með samanburði á breytingum á fyrrgreindum hafsvæðum. Eldri rannsóknir sýndu sterk tengsl umhverfisþátta í sjó (hiti, selta og áta) við laxveiði ári síðar einkum norðanlands. Þessi tengsl hafa dofnað hin síðari ár en skilyrði í hafinu við Ísland hafa breyst mikið og sjór hlýnað. Því er erfiðara en áður að sjá fyrir væntanlegar breytingar í laxveiði. Þá segir að laxastofninn muni líklega standa þetta af sér: "Í kjölfar ágætrar afkomu flestra laxastofna á undanförnum árum er ástand seiða í ánum almennt gott og stofnar líklegir til að standa af sér tímabundna niðursveiflu."
Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði