Tvö íslensk verk frumflutt í hádeginu 17. október 2012 11:09 Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari. Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari flytja fjögur verk eftir Áskel Másson tónskáld á háskólatónleikum í dag. Tvö verkanna, Haustljóð og Encore, verða frumflutt. Áskell hefur samið á annað hundrað tónverk af ýmsum toga, einleiks- og hljómsveitarverk, sönglög og kórverk, óperur og óratoríur. Verk hans hafa verið leikin um allan heim og flutt af mörgum helstu hljómsveitum heimsins undir stjórn færustu stjórnenda. Auk frumfluttu verkanna leika Katie og Kristinn verkin Mirage frá 2006 og Poème, sem fyrst var leikið í maí á þessu ári. Katie Buckley er bandarískur tónlistarmaður og hefur gegnt stöðu leiðandi hörpuleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 2006. Kristinn Árnason hefur gefið út fimm geisladiska með gítareinleik, þar á meðal disk með verkum eftir Sor og Ponce sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og verða í kapellunni á annarri hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari flytja fjögur verk eftir Áskel Másson tónskáld á háskólatónleikum í dag. Tvö verkanna, Haustljóð og Encore, verða frumflutt. Áskell hefur samið á annað hundrað tónverk af ýmsum toga, einleiks- og hljómsveitarverk, sönglög og kórverk, óperur og óratoríur. Verk hans hafa verið leikin um allan heim og flutt af mörgum helstu hljómsveitum heimsins undir stjórn færustu stjórnenda. Auk frumfluttu verkanna leika Katie og Kristinn verkin Mirage frá 2006 og Poème, sem fyrst var leikið í maí á þessu ári. Katie Buckley er bandarískur tónlistarmaður og hefur gegnt stöðu leiðandi hörpuleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 2006. Kristinn Árnason hefur gefið út fimm geisladiska með gítareinleik, þar á meðal disk með verkum eftir Sor og Ponce sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og verða í kapellunni á annarri hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira