Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR 19. október 2012 14:12 Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, sést hér við opnun Norðurár síðastliðið sumar. Mynd / Trausti Hafliðason Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur birt yfirlýsingu um samningsslitin við Veiðifélag Norðurár á vefsíðunni svfr.is. Yfirlýsing SVFR: „Í kjölfar veiðibrestsins í sumar hefur stjórn SVFR lagt allt kapp á að tryggja að ákveðinn stöðugleika í verði veiðileyfa fyrir næsta sumar. Við teljum engar forsendur vera fyrir verulegum hækkunum á verðum veiðileyfa og höfum því rætt við flesta okkar viðsemjendur um að koma til móts við okkur, helst með óbreytt verð á milli ára. Síðastliðið vor var samið við Veiðifélag Norðurár um leigu næstu tveggja ára. Eftir aflabrestinn í sumar óskuðum við eftir breytingum á leiguverði við Veiðifélagið. Því miður þá náðum við einfaldlega ekki saman um verð sem báðir aðilar gátu sætt sig við. Því hafa veiðiréttareigendur við Norðurá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ákveðið að sá tveggja ára samningur sem undirritaður var í vor, gildi aðeins fyrir veiðisumarið 2013. Við höfum átt farsælt 66 ára samstarf við Norðurárbændur og þó við vitum ekki hvert framhaldið verður, þá er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á að endurnýja samstarfið um ánna á einhvern máta sem báðir aðilar geta unað við!"trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur birt yfirlýsingu um samningsslitin við Veiðifélag Norðurár á vefsíðunni svfr.is. Yfirlýsing SVFR: „Í kjölfar veiðibrestsins í sumar hefur stjórn SVFR lagt allt kapp á að tryggja að ákveðinn stöðugleika í verði veiðileyfa fyrir næsta sumar. Við teljum engar forsendur vera fyrir verulegum hækkunum á verðum veiðileyfa og höfum því rætt við flesta okkar viðsemjendur um að koma til móts við okkur, helst með óbreytt verð á milli ára. Síðastliðið vor var samið við Veiðifélag Norðurár um leigu næstu tveggja ára. Eftir aflabrestinn í sumar óskuðum við eftir breytingum á leiguverði við Veiðifélagið. Því miður þá náðum við einfaldlega ekki saman um verð sem báðir aðilar gátu sætt sig við. Því hafa veiðiréttareigendur við Norðurá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ákveðið að sá tveggja ára samningur sem undirritaður var í vor, gildi aðeins fyrir veiðisumarið 2013. Við höfum átt farsælt 66 ára samstarf við Norðurárbændur og þó við vitum ekki hvert framhaldið verður, þá er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á að endurnýja samstarfið um ánna á einhvern máta sem báðir aðilar geta unað við!"trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði