Fín gæsaveiði í Gunnarsholti 21. september 2012 11:06 Veiðimaður undirbýr morgunveiðina. Mynd / Lax-á Á bilinu 5 til 12 gæsir hafa veiðst á hverjum morgni í Gunnarsholti. Gæsaveiðin og nýjar veiðibúðir í Grænland verða kynntar í Ellingsen á morgun. Veiðifélagið Lax-á stendur fyrir kynningu á gæsaveiði í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í versluninni Ellingsen á morgun, laugardag. Þar mun Axel Gissurarson, yfirleiðsögumaður, fræða menn um þetta víðfema svæði en það er um 600 hektarar. Samkvæmt upplýsingum frá Lax-á er mikið af fugli á svæðinu um þessar mundir og hefur veiðin verið mjög fín síðustu daga og hefur hver veiðimaður verið að fá á bilinu 5 til 12 gæsir. "Oftast hefur mesta veiðin verið í október en seinnihluti septembermánaðar getur einnig verið drjúgur. Það stefnir allt í að svo verði líka í ár," segir á vef Lax-á. "Við höfum þó gætt þess að ofsetja svæðið ekki veiðmönnum til að skerða ekki gæðin fyrir hvern og einn. Leiðsögumaður er alltaf með í för með skyttum og velur hann akurinn hverju sinni, stillir upp gervigæsum og skipuleggur hvernig staðið er veiðum." Einnig munu fulltrúar Lax-á kynna nýju veiðibúðirnar sem byggðar voru á Grænlandi í sumar. Þar er heitt og kalt vatn, sturtur og sauna. Auk sjóbleikjunnar, sem getur verið allt að tólf pund, er mjög góð hreindýraveiði á Grænlandi. Á meðan á kynningu Lax-á stendur verður Ellingsen með tilboð á skotveiðivörum.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Á bilinu 5 til 12 gæsir hafa veiðst á hverjum morgni í Gunnarsholti. Gæsaveiðin og nýjar veiðibúðir í Grænland verða kynntar í Ellingsen á morgun. Veiðifélagið Lax-á stendur fyrir kynningu á gæsaveiði í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í versluninni Ellingsen á morgun, laugardag. Þar mun Axel Gissurarson, yfirleiðsögumaður, fræða menn um þetta víðfema svæði en það er um 600 hektarar. Samkvæmt upplýsingum frá Lax-á er mikið af fugli á svæðinu um þessar mundir og hefur veiðin verið mjög fín síðustu daga og hefur hver veiðimaður verið að fá á bilinu 5 til 12 gæsir. "Oftast hefur mesta veiðin verið í október en seinnihluti septembermánaðar getur einnig verið drjúgur. Það stefnir allt í að svo verði líka í ár," segir á vef Lax-á. "Við höfum þó gætt þess að ofsetja svæðið ekki veiðmönnum til að skerða ekki gæðin fyrir hvern og einn. Leiðsögumaður er alltaf með í för með skyttum og velur hann akurinn hverju sinni, stillir upp gervigæsum og skipuleggur hvernig staðið er veiðum." Einnig munu fulltrúar Lax-á kynna nýju veiðibúðirnar sem byggðar voru á Grænlandi í sumar. Þar er heitt og kalt vatn, sturtur og sauna. Auk sjóbleikjunnar, sem getur verið allt að tólf pund, er mjög góð hreindýraveiði á Grænlandi. Á meðan á kynningu Lax-á stendur verður Ellingsen með tilboð á skotveiðivörum.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði