Jökla ekki lengur á yfirfalli 22. september 2012 23:32 Veitt í Jöklu. Mynd / Strengir Vatn í Jöklu er óðum batna enda ekkert yfirfall á Hálslóni lengur. Fimmtán laxar á land á tveimur vöktum. Á vef Veiðiþjónustunnar Strengja er sagt frá því að lítið hafi verið veitt á Jöklusvæðinu undanfarna viku. Áin sé hins vegar að óðum að verða tærari þar sem ekkert yfirfall sé lengur á Hálslóni. Veiðimenn sem voru við veiðar í gærkvöldi veiddu 9 laxa og komu þeir á land í Jöklu sjálfri og hliðarám. Samkvæmt vef Strengja gekk veiðin einnig glimmrandi vel í morgun en þá veiddust 6 laxar. Veiðimenn settu í fjóra í viðbót en misstu þá. Nokkrir þeirra fimmtán laxa sem komu á land þessar tvær vaktir voru nýrunnir. Var þetta ýmist smálax eða stórlax. Veitt verður til 30. september í Jöklu og stefnir áin í 400 laxa ef fram fer sem horfir.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Vatn í Jöklu er óðum batna enda ekkert yfirfall á Hálslóni lengur. Fimmtán laxar á land á tveimur vöktum. Á vef Veiðiþjónustunnar Strengja er sagt frá því að lítið hafi verið veitt á Jöklusvæðinu undanfarna viku. Áin sé hins vegar að óðum að verða tærari þar sem ekkert yfirfall sé lengur á Hálslóni. Veiðimenn sem voru við veiðar í gærkvöldi veiddu 9 laxa og komu þeir á land í Jöklu sjálfri og hliðarám. Samkvæmt vef Strengja gekk veiðin einnig glimmrandi vel í morgun en þá veiddust 6 laxar. Veiðimenn settu í fjóra í viðbót en misstu þá. Nokkrir þeirra fimmtán laxa sem komu á land þessar tvær vaktir voru nýrunnir. Var þetta ýmist smálax eða stórlax. Veitt verður til 30. september í Jöklu og stefnir áin í 400 laxa ef fram fer sem horfir.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði