Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2012 09:15 Bjarnarfoss var gjöfull um helgina. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði
Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði