Selfoss hélt sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir hrakspár Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 21:54 Þrátt fyrir 9-0 tap fyrir Þór/KA í kvöld gátu Selfyssingar fagnað í leikslok. Sigur FH á Fylki í Hafnarfirði þýddi að liðið hélt sæti sínu í deildinni þvert á allar spár. Afar áhugavert hefur verið að fylgjast með gengi Selfyssinga í sumar. Liðið hefur spilað flottan fótbolta sem hefur þó komið sér í koll gegn stærri félögunum. Liðið hefur tapað leikjum stórt, líkt og í kvöld, en þegar liðið mætir liðunum í neðri hlutanum hefur sjálfstraust í sóknaruppbyggingu liðsins borið árangur. „Ég sagði við stelpurnar að þegar þær væru búnar að fara í sturtu og klæða sig myndu þær átta sig á því sem við höfum gert," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfoss í leikslok. Selfossliðið er ungt að árum en liðið lék í sumar í fyrsta sinn meðal þeirra bestu. Markatala liðsins er verst allra liða í deildinni, raunar langverst, en liðið hefur aldrei bognað og gerði í raun ekki í kvöld ef miðað er við hvernig fótbolta liðið leggur upp með að spila. Þrátt fyrir að fá hvert markið í andlitið á fætur öðru hélt liðið áfram að spila flottan fótbolta. Í raun er rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig liðinu tókst ekki að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér eftir fallegt spil. Lítið var um fagnaðarlæti hjá leikmönnum liðsins í leikslok en vænta má að öllu léttara er yfir stelpunum sem nú sitja í rútu á leiðinni suður á nýjan leik. Frábær frammistaða hjá Selfossi, sem líkt og Þór/KA, kom öllum á óvart og getur verið afar stolt af frammistöðu sinni í sumar. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Þrátt fyrir 9-0 tap fyrir Þór/KA í kvöld gátu Selfyssingar fagnað í leikslok. Sigur FH á Fylki í Hafnarfirði þýddi að liðið hélt sæti sínu í deildinni þvert á allar spár. Afar áhugavert hefur verið að fylgjast með gengi Selfyssinga í sumar. Liðið hefur spilað flottan fótbolta sem hefur þó komið sér í koll gegn stærri félögunum. Liðið hefur tapað leikjum stórt, líkt og í kvöld, en þegar liðið mætir liðunum í neðri hlutanum hefur sjálfstraust í sóknaruppbyggingu liðsins borið árangur. „Ég sagði við stelpurnar að þegar þær væru búnar að fara í sturtu og klæða sig myndu þær átta sig á því sem við höfum gert," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfoss í leikslok. Selfossliðið er ungt að árum en liðið lék í sumar í fyrsta sinn meðal þeirra bestu. Markatala liðsins er verst allra liða í deildinni, raunar langverst, en liðið hefur aldrei bognað og gerði í raun ekki í kvöld ef miðað er við hvernig fótbolta liðið leggur upp með að spila. Þrátt fyrir að fá hvert markið í andlitið á fætur öðru hélt liðið áfram að spila flottan fótbolta. Í raun er rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig liðinu tókst ekki að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér eftir fallegt spil. Lítið var um fagnaðarlæti hjá leikmönnum liðsins í leikslok en vænta má að öllu léttara er yfir stelpunum sem nú sitja í rútu á leiðinni suður á nýjan leik. Frábær frammistaða hjá Selfossi, sem líkt og Þór/KA, kom öllum á óvart og getur verið afar stolt af frammistöðu sinni í sumar.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56