Veiðin í Hofsá er betri en í fyrra Trausti Hafliðason skrifar 30. ágúst 2012 08:00 Veitt í Beinagilsstreng í Hofsá í Vopnafirði. Mynd / Trausti Hafliðason Hofsá í Vopnafirði er eina áin á topp tíu lista Landssambands veiðifélaga sem er með betri veiði en í fyrra. Rangárnar tróna á toppi listans. Hofsá er komin í 843 laxa sem er töluvert betra en á sama tíma í fyrra en þá stóð hún í 746 löxum. Þetta verður að teljast til tíðinda enda laxveiðisumarið heilt yfir verið óvenju slakt, svo ekki sé meira sagt. Í síðustu viku var 101 laxi landað í ánni sem er meira en vikuna þar á undan þegar það veiddist 91 lax. Hofsá er í 6. sæti yfir aflahæstu árnar það sem af er sumri. Sem fyrr trónir Ytri Rangá á toppi listans en í gær höfðu 2.932 laxar veiðst í ánni á sama tíma í fyrra var veiðin 3.388 laxar. Síðasta vika gaf 344 laxa sem er svipað og vikuna á undan en þá veiddist 351 lax. Veiðin í Eystri Rangá er komin í 2.300 laxa sem er ríflega þúsun löxum lakari veiði en á sama tíma í fyrra en þá voru 3.372 komnir á land. Vikuveiðin var betri en vikuna á unda. Nú veiddust 236 laxar en 179 í þarsíðustu viku.Selá í Vopnafirði, Miðfjarðará og Haffjarðará koma næstar á eftir Rangánum. Veiðin í ánum þremur er lakari en í fyrra en þó geta veiðimenn í þeim vel við unað því veiðin í langflestum hinna "stóru" ánna hefur dalað miklu meira milli ára. Í því sambandi er til dæmis hægt að nefna Norðurá, Þverá og Kjarrá, Laxá í Kjós, Grímsá og Laxá í Aðaldal. Í Selá hafa veiðst 1.278 laxar en á þessum tíma í fyrra voru 1.726 laxar komnir á land. Veiðin í síðustu viku var 97 laxar samanborið við 79 laxa vikuna á undan. Alls eru 1.207 laxar komnir á land í Miðfjarðará en í fyrra á sama voru þeir 1.915. Veiðin í Miðfjarðará dalaði nokkuð milli vikna. Í síðustu viku veiddust 95 laxar en þeir voru 141 vikuna á undan. Veiði í Haffjarðará með ágætumVeiðimaður freistar gæfunnar í Kvörninni í Haffjarðará.Mynd / Jökull SnæbjarnarsonMiðað við almennt mjög dapurt laxveiðisumar hefur veiði í Haffjarðará verið með ágætum. Nú eru 1.006 laxar komnir á land samanborið við 1.360 í fyrra. Vikuveiðin var 51 lax sem er nækvæmlega það sama og vikuna á undan. Veiði í Langá tók kipp í síðustu viku sem má án efa rekja til þess að í fyrsta skiptið í sumar var leyft að veiða á maðk í ánni. Langá er komin í 833 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin 1.626 laxar. Alls veiddist 131 lax í vikunni en vikuna þar á undan veiddist 82 laxar.Blanda fór á yfirfall fyrir nokkru síðan og veiðin stendur nú í 831 laxi. Á vef Lax-á kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að áin sé að fara af yfirfalli, því rennslið hafi minnkað töluvert undanfarna daga. Í Norðurá hafa veiðst 822 laxar sem er miklu lakara en á sama tíma fyrra þegar 2.068 laxar voru komnir á land. Sautján laxar veiddust í Elliðaánum síðustu viku og er veiðin komin í 761 lax.Þverá og Kjarrá er komin 645 samanborið við 1.670 á sama tíma í fyrra. Í Laxá í Aðaldal hafa veiðst 379 laxar en á sama tíma í fyrra var veiðin 925 laxar. Veiðin í Laxá í Kjós stendur í 375 löxum. Á sama tíma fyrra voru 800 laxar komnir á land. Þeir sem vilja rýna í laxveiðitölurnar er bent á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Hofsá í Vopnafirði er eina áin á topp tíu lista Landssambands veiðifélaga sem er með betri veiði en í fyrra. Rangárnar tróna á toppi listans. Hofsá er komin í 843 laxa sem er töluvert betra en á sama tíma í fyrra en þá stóð hún í 746 löxum. Þetta verður að teljast til tíðinda enda laxveiðisumarið heilt yfir verið óvenju slakt, svo ekki sé meira sagt. Í síðustu viku var 101 laxi landað í ánni sem er meira en vikuna þar á undan þegar það veiddist 91 lax. Hofsá er í 6. sæti yfir aflahæstu árnar það sem af er sumri. Sem fyrr trónir Ytri Rangá á toppi listans en í gær höfðu 2.932 laxar veiðst í ánni á sama tíma í fyrra var veiðin 3.388 laxar. Síðasta vika gaf 344 laxa sem er svipað og vikuna á undan en þá veiddist 351 lax. Veiðin í Eystri Rangá er komin í 2.300 laxa sem er ríflega þúsun löxum lakari veiði en á sama tíma í fyrra en þá voru 3.372 komnir á land. Vikuveiðin var betri en vikuna á unda. Nú veiddust 236 laxar en 179 í þarsíðustu viku.Selá í Vopnafirði, Miðfjarðará og Haffjarðará koma næstar á eftir Rangánum. Veiðin í ánum þremur er lakari en í fyrra en þó geta veiðimenn í þeim vel við unað því veiðin í langflestum hinna "stóru" ánna hefur dalað miklu meira milli ára. Í því sambandi er til dæmis hægt að nefna Norðurá, Þverá og Kjarrá, Laxá í Kjós, Grímsá og Laxá í Aðaldal. Í Selá hafa veiðst 1.278 laxar en á þessum tíma í fyrra voru 1.726 laxar komnir á land. Veiðin í síðustu viku var 97 laxar samanborið við 79 laxa vikuna á undan. Alls eru 1.207 laxar komnir á land í Miðfjarðará en í fyrra á sama voru þeir 1.915. Veiðin í Miðfjarðará dalaði nokkuð milli vikna. Í síðustu viku veiddust 95 laxar en þeir voru 141 vikuna á undan. Veiði í Haffjarðará með ágætumVeiðimaður freistar gæfunnar í Kvörninni í Haffjarðará.Mynd / Jökull SnæbjarnarsonMiðað við almennt mjög dapurt laxveiðisumar hefur veiði í Haffjarðará verið með ágætum. Nú eru 1.006 laxar komnir á land samanborið við 1.360 í fyrra. Vikuveiðin var 51 lax sem er nækvæmlega það sama og vikuna á undan. Veiði í Langá tók kipp í síðustu viku sem má án efa rekja til þess að í fyrsta skiptið í sumar var leyft að veiða á maðk í ánni. Langá er komin í 833 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin 1.626 laxar. Alls veiddist 131 lax í vikunni en vikuna þar á undan veiddist 82 laxar.Blanda fór á yfirfall fyrir nokkru síðan og veiðin stendur nú í 831 laxi. Á vef Lax-á kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að áin sé að fara af yfirfalli, því rennslið hafi minnkað töluvert undanfarna daga. Í Norðurá hafa veiðst 822 laxar sem er miklu lakara en á sama tíma fyrra þegar 2.068 laxar voru komnir á land. Sautján laxar veiddust í Elliðaánum síðustu viku og er veiðin komin í 761 lax.Þverá og Kjarrá er komin 645 samanborið við 1.670 á sama tíma í fyrra. Í Laxá í Aðaldal hafa veiðst 379 laxar en á sama tíma í fyrra var veiðin 925 laxar. Veiðin í Laxá í Kjós stendur í 375 löxum. Á sama tíma fyrra voru 800 laxar komnir á land. Þeir sem vilja rýna í laxveiðitölurnar er bent á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði