Tungufljótið að gefa vænan sjóbirting og lax Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2012 18:03 Þeir geta orðið nokkuð stórir í Syðri-Hólma birtingarnir. Þessi hængur tók Heimasætuna hjá Bjarna Júl. Mynd/BJ Veiðivísir heyrði í Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR, og leitaði frétta úr Tungufljóti. Þeir sem þar voru við veiðar um helgina segja töluvert líf vera á bökkum árinnar. "Fyrstu birtingarnir komu á land fyrir miðjan mánuðinn, og við heyrðum af 8 og 12 punda birtingum úr Syðri Hólma. Svo virðist laxinn vera kominn líka, því þar var einn 96 sentímetra tekinn úr Klapparhyl á Nobbler. Það er nokkuð hæfilegt vatn í fljótinu núna segja veiðimenn og eru bjartsýnir á að þar verði líf næstu dagana" segir Bjarni. Eins eru góðar fréttir úr Hraunsfirði en þar koma góð skot af og til. Um helgina var þar veiðimaður sem tók 4 bleikjur allar yfir 4 pund. "Hann sá lax stökkva örlítið utar, færði sig á punktinn þar sem hann sá hreyfinguna, setti rauðan Francis undir og tók auðvitað laxinn! Svona á að gera þetta," segir Bjarni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði
Veiðivísir heyrði í Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR, og leitaði frétta úr Tungufljóti. Þeir sem þar voru við veiðar um helgina segja töluvert líf vera á bökkum árinnar. "Fyrstu birtingarnir komu á land fyrir miðjan mánuðinn, og við heyrðum af 8 og 12 punda birtingum úr Syðri Hólma. Svo virðist laxinn vera kominn líka, því þar var einn 96 sentímetra tekinn úr Klapparhyl á Nobbler. Það er nokkuð hæfilegt vatn í fljótinu núna segja veiðimenn og eru bjartsýnir á að þar verði líf næstu dagana" segir Bjarni. Eins eru góðar fréttir úr Hraunsfirði en þar koma góð skot af og til. Um helgina var þar veiðimaður sem tók 4 bleikjur allar yfir 4 pund. "Hann sá lax stökkva örlítið utar, færði sig á punktinn þar sem hann sá hreyfinguna, setti rauðan Francis undir og tók auðvitað laxinn! Svona á að gera þetta," segir Bjarni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði