Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Svavar Hávarðsson skrifar 10. ágúst 2012 12:12 Yngsti veiðimaðurinn í hollinu var Nökkvi Már Haraldsson sem hér hefur klófest fallega 8 punda hrygnu. Mynd/HF Það er ekki bara dauði og djöfull í veiðinni þessa daganna en Veiðivísi bárust fregnir um ágætis veiði i Fnjóská á dögunum. Hollið sem var við veiðar í ánni var með 27 laxa og annað eins af silungi sem er prýðisveiði. Laxinn var frá fallegum fimm punda smálaxi upp í nokkra væna; sá stærsti 15 pund. Bæði veiddust bleikjur og vænir urriðar frá tveimur og upp í fimm pund. Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu, eins og annars staðar, og það hefur sett strik í reikninginn við Fnjóská, en þessar tölur sýna að gera má góða veiði þrátt fyrir bongóblíðu og sólarglennu. Áin er mjög tær og viðkvæm og yfirleitt er meira vatn í henni á þessum árstíma. Ekki er um neinn vatnsskort að ræða hins vegar, sem gerir ána fýsilegan kost þessa dagana til veiða. Tíðindamaður Veiðivísis segir að fiskur hafi verið um alla á, en erfitt var að fá hann til að taka. Þegar náðist að ginna laxinn voru tökurnar mjög grunnar. Þá átti laxinn það til að koma á eftir flugu eða spón og rétt glefsa í agnið, en ekki nóg til þess að hann sæti fastur. Á miðvikudaginn voru skráðir um 193 laxar og 241 silungar í veiðibækur Fnjóskár. Eftir mjög góða byrjun þá dalaði veiðin í laxinum og hafa menn við ána saknað þess að fá ekki almennilegar smálaxagöngur. Silungsveiðin hefur verið góð eins og tölurnar sýna og mikið af fallegri sjóbleikju að ganga í ána; meira en síðustu ár sem er mjög jákvætt. Veiðin árið 2011 í Fnjóská voru 690 laxar og á fimmta hundrað silungar. Stangveiðifélagið Flúðir hefur Fnjóská á leigu og hér má finna upplýsingar um ána, veiðifyrirkomulag og veiðileyfi. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði
Það er ekki bara dauði og djöfull í veiðinni þessa daganna en Veiðivísi bárust fregnir um ágætis veiði i Fnjóská á dögunum. Hollið sem var við veiðar í ánni var með 27 laxa og annað eins af silungi sem er prýðisveiði. Laxinn var frá fallegum fimm punda smálaxi upp í nokkra væna; sá stærsti 15 pund. Bæði veiddust bleikjur og vænir urriðar frá tveimur og upp í fimm pund. Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu, eins og annars staðar, og það hefur sett strik í reikninginn við Fnjóská, en þessar tölur sýna að gera má góða veiði þrátt fyrir bongóblíðu og sólarglennu. Áin er mjög tær og viðkvæm og yfirleitt er meira vatn í henni á þessum árstíma. Ekki er um neinn vatnsskort að ræða hins vegar, sem gerir ána fýsilegan kost þessa dagana til veiða. Tíðindamaður Veiðivísis segir að fiskur hafi verið um alla á, en erfitt var að fá hann til að taka. Þegar náðist að ginna laxinn voru tökurnar mjög grunnar. Þá átti laxinn það til að koma á eftir flugu eða spón og rétt glefsa í agnið, en ekki nóg til þess að hann sæti fastur. Á miðvikudaginn voru skráðir um 193 laxar og 241 silungar í veiðibækur Fnjóskár. Eftir mjög góða byrjun þá dalaði veiðin í laxinum og hafa menn við ána saknað þess að fá ekki almennilegar smálaxagöngur. Silungsveiðin hefur verið góð eins og tölurnar sýna og mikið af fallegri sjóbleikju að ganga í ána; meira en síðustu ár sem er mjög jákvætt. Veiðin árið 2011 í Fnjóská voru 690 laxar og á fimmta hundrað silungar. Stangveiðifélagið Flúðir hefur Fnjóská á leigu og hér má finna upplýsingar um ána, veiðifyrirkomulag og veiðileyfi. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði