Stóru árnar í Djúpinu með 100 laxa hver 14. ágúst 2012 17:24 Djúpifoss í Hvannadalsá. Mynd / Lax-á Veiðst hafa um það bil 100 laxar í Langadalsá, Laugardalsá og Hvannadalsá í sumar. Samtals er veiðin því um 300 laxar í þessum þremur ám í Ísafjarðardjúpi. Greint er frá þessu á vefnum bb.is. Rætt er við Jóhann Torfa Ólafsson, hjá Lax-á, en hann segir að Langadalsá og Laugardalsá séu komnar yfir 100 laxa hvor en Hvannadalsá sé að nálgast 100 laxa markið. Á sama tíma í fyrra hafi veiðin í Langadalsá verið að nálgast 200 laxa og veiði Laugardalsá hafi einnig verið meiri í fyrra en nú. Aftur á móti sé veiðin í Hvannadalsá svipuð nú og í sama tíma í fyrra. Jóhann Torfi bendir á að vegna veðurblíðunnar virðist sem laxagengd sé minni í langflestum ám á Íslandi í ár miðað við árin á undan. „Það hafa samt komið góð skot í Langadals- og Laugardalsá þegar rignt hefur svo veðurblíðan hefur vissulega áhrif," er haft eftir Jóhanni Torfa á bb.is. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Veiðst hafa um það bil 100 laxar í Langadalsá, Laugardalsá og Hvannadalsá í sumar. Samtals er veiðin því um 300 laxar í þessum þremur ám í Ísafjarðardjúpi. Greint er frá þessu á vefnum bb.is. Rætt er við Jóhann Torfa Ólafsson, hjá Lax-á, en hann segir að Langadalsá og Laugardalsá séu komnar yfir 100 laxa hvor en Hvannadalsá sé að nálgast 100 laxa markið. Á sama tíma í fyrra hafi veiðin í Langadalsá verið að nálgast 200 laxa og veiði Laugardalsá hafi einnig verið meiri í fyrra en nú. Aftur á móti sé veiðin í Hvannadalsá svipuð nú og í sama tíma í fyrra. Jóhann Torfi bendir á að vegna veðurblíðunnar virðist sem laxagengd sé minni í langflestum ám á Íslandi í ár miðað við árin á undan. „Það hafa samt komið góð skot í Langadals- og Laugardalsá þegar rignt hefur svo veðurblíðan hefur vissulega áhrif," er haft eftir Jóhanni Torfa á bb.is. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði