51 lax og 17 bleikjur í Andakílsá 6. ágúst 2012 23:57 Þessi lax veiddist í Borgarfirðinum síðasta sumar. Nánar tiltekið á Ferjukotseyrum. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði 51 lax veiðst í ánni á hádegi í gær. "Að auki hafa verið skráðar til bókar 17 bleikjur, en fyrrum silungasvæði árinnar fylgir nú laxahlutanum. Frá 25. júlí til - 1. ágúst veiddust 7 laxar. Í kjölfarið kom einn lax upp 2/8 og annar 4/8 samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Ólafs sem sendi okkur línu um gang mála," segir á vef SVFR. Veitt er á tvær stangir í Andakílsá. Í fyrra veiddust 180 laxar í ánni og 332 sumarið 2010, sem er mjög góð veiði. Þess má geta að veiðin í ánni var stórkostleg árin 2009 og 2008. Árið 2008 veiddust 839 laxar og 706 árið á eftir.trausti@frettbladid.is Stangveiði Mest lesið Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði
Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði 51 lax veiðst í ánni á hádegi í gær. "Að auki hafa verið skráðar til bókar 17 bleikjur, en fyrrum silungasvæði árinnar fylgir nú laxahlutanum. Frá 25. júlí til - 1. ágúst veiddust 7 laxar. Í kjölfarið kom einn lax upp 2/8 og annar 4/8 samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Ólafs sem sendi okkur línu um gang mála," segir á vef SVFR. Veitt er á tvær stangir í Andakílsá. Í fyrra veiddust 180 laxar í ánni og 332 sumarið 2010, sem er mjög góð veiði. Þess má geta að veiðin í ánni var stórkostleg árin 2009 og 2008. Árið 2008 veiddust 839 laxar og 706 árið á eftir.trausti@frettbladid.is
Stangveiði Mest lesið Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði