51 lax og 17 bleikjur í Andakílsá 6. ágúst 2012 23:57 Þessi lax veiddist í Borgarfirðinum síðasta sumar. Nánar tiltekið á Ferjukotseyrum. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði 51 lax veiðst í ánni á hádegi í gær. "Að auki hafa verið skráðar til bókar 17 bleikjur, en fyrrum silungasvæði árinnar fylgir nú laxahlutanum. Frá 25. júlí til - 1. ágúst veiddust 7 laxar. Í kjölfarið kom einn lax upp 2/8 og annar 4/8 samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Ólafs sem sendi okkur línu um gang mála," segir á vef SVFR. Veitt er á tvær stangir í Andakílsá. Í fyrra veiddust 180 laxar í ánni og 332 sumarið 2010, sem er mjög góð veiði. Þess má geta að veiðin í ánni var stórkostleg árin 2009 og 2008. Árið 2008 veiddust 839 laxar og 706 árið á eftir.trausti@frettbladid.is Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði
Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði 51 lax veiðst í ánni á hádegi í gær. "Að auki hafa verið skráðar til bókar 17 bleikjur, en fyrrum silungasvæði árinnar fylgir nú laxahlutanum. Frá 25. júlí til - 1. ágúst veiddust 7 laxar. Í kjölfarið kom einn lax upp 2/8 og annar 4/8 samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Ólafs sem sendi okkur línu um gang mála," segir á vef SVFR. Veitt er á tvær stangir í Andakílsá. Í fyrra veiddust 180 laxar í ánni og 332 sumarið 2010, sem er mjög góð veiði. Þess má geta að veiðin í ánni var stórkostleg árin 2009 og 2008. Árið 2008 veiddust 839 laxar og 706 árið á eftir.trausti@frettbladid.is
Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði