Heimir Guðjóns: Vissum að Bjarki myndi spila vel í þessum leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 20:25 Mynd/Vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-1 jafntefli liðsins gegn AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Leikið var á Råsunda-leikvanginum í Solna í Svíþjóð í dag. „Þetta var góður leikur af hálfu FH. Við spiluðum sterkan varnarleik og beyttum skyndisóknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru við í smá basli en eftir það fannst mér leikurinn í jafnvægi. Við fengum ágætis færi í þessum leik," sagði Heimir. Atli Guðnason skoraði mark FH-inga í fyrri hálfleik þegar skot hans utarlega úr teignum hrökk af varnarmanni og í netið. Úrslitin frábær gegn sænska liðinu sem hefur slegið út þrjú íslensk lið síðastliðin sautján ár. „Við erum auðvitað ánægðir með jafntefli en gerum okkur grein fyrir að það er leikur í næstu viku," sagði Heimir ánægður með varnarleik sinna manna. „Mér fannst við ná að loka vel á spilið þeirra. Það voru einhver skot fyrir utan en annars náðum við að loka vel. Þeir sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik. Það vantaði upp á hjálparvörnina í markinu þeirra en engu að síður fín úrslit." Leikurinn var í beinni útsendingu á Eurosport og vakti athygli lýsenda frábær frammistaða Bjarka Bergmanns Gunnlaugssonar á miðjunni hjá FH. Bjarki varð 39 ára í mars síðastliðnum. „Það vita allir hvað Bjarki Gunnlaugsson kann og getur í fótbolta. Við vissum að Bjarki myndi spila vel í þessum leik. Hann er gríðarlega reyndur, hefur spilað svona leiki áður og á þessu velli áður. Hann var frábær í þessum leik," sagði Heimir. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð. 19. júlí 2012 15:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-1 jafntefli liðsins gegn AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Leikið var á Råsunda-leikvanginum í Solna í Svíþjóð í dag. „Þetta var góður leikur af hálfu FH. Við spiluðum sterkan varnarleik og beyttum skyndisóknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru við í smá basli en eftir það fannst mér leikurinn í jafnvægi. Við fengum ágætis færi í þessum leik," sagði Heimir. Atli Guðnason skoraði mark FH-inga í fyrri hálfleik þegar skot hans utarlega úr teignum hrökk af varnarmanni og í netið. Úrslitin frábær gegn sænska liðinu sem hefur slegið út þrjú íslensk lið síðastliðin sautján ár. „Við erum auðvitað ánægðir með jafntefli en gerum okkur grein fyrir að það er leikur í næstu viku," sagði Heimir ánægður með varnarleik sinna manna. „Mér fannst við ná að loka vel á spilið þeirra. Það voru einhver skot fyrir utan en annars náðum við að loka vel. Þeir sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik. Það vantaði upp á hjálparvörnina í markinu þeirra en engu að síður fín úrslit." Leikurinn var í beinni útsendingu á Eurosport og vakti athygli lýsenda frábær frammistaða Bjarka Bergmanns Gunnlaugssonar á miðjunni hjá FH. Bjarki varð 39 ára í mars síðastliðnum. „Það vita allir hvað Bjarki Gunnlaugsson kann og getur í fótbolta. Við vissum að Bjarki myndi spila vel í þessum leik. Hann er gríðarlega reyndur, hefur spilað svona leiki áður og á þessu velli áður. Hann var frábær í þessum leik," sagði Heimir.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð. 19. júlí 2012 15:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð. 19. júlí 2012 15:45