Elliðaár: Rólegt í kvöld - 68 komnir á land Trausti Hafliðason skrifar 23. júní 2012 22:38 Á kvöldvaktinni. Þessi veiðimaður hafði ekki heppnina með sér þegar hann missti lax síðdegis. Sá tók maðk en losaði sig við hann eftir fáeinar sekúndur. Mynd / Trausti Hafliðason Eftir fjögurra daga veiði hafa 68 laxar komið á land í Elliðaánum. Aðeins einn veiddist á kvöldvaktinni þrátt fyrir að stór ganga hafi sést á leið upp árnar. Óhætt er að segja að laxveiðin í Elliðaánum fari nokkuð vel af stað en hún hófst á miðvikudaginn. Veiðin hefur þó aðeins dalað eftir frábæra byrjun. Alls náðu veiðimenn að landa 31 laxi fyrsta daginn. 19 komu á land annan daginn. 10 í gær og 8 í dag. Aðeins einn lax veiddist á kvöldvaktinni í dag. Sá kom á míkróflugu. Blaðamaður Veiðivísis kíkti aðeins upp í Elliðaár seinnipartinn og horfði meðal annars á einn veiðimann missa lax sem tók maðk í Sjávarfossinum. "Kvöldvaktin var róleg," sagði Þorsteinn Húnbogason í stuttu spjalli við Veiðivísi. "Hitinn í ánum var kominn í 14,8 gráður sem er svolítið mikið. Það er best að hafa þetta í 12 til 14 gráðum. Þrátt fyrir að lítið hafi komið á land í kvöld var bullandi ganga á leið upp árnar. Einn veiðimaðurinn sem stóð við Sjávarfossin sagðist hafa séð að minnsta kosti tíu laxa stökkva upp fossinn." Veiddi lax í Kerlingaflúðum Efsti staðurinn sem hefur gefið lax eru Kerlingaflúðir, þar fékkst einn á fimmtudaginn . Að sögn Þorsteins urðu menn einnig varir við lax í Kerlingaflúðum í dag þó enginn haf tekið. "Ég veit að nokkrir reyndu líka uppi í Hrauni og Árbæjarhyl en þeir urðu ekki varir við fisk. Ég er nú samt sannfærður um að það er kominn fiskur alla leið upp í Höfuðhyl þó ég hafi svo sem enga vissu um það." Á morgunvaktinn í dag veiddist stærsti laxinn þetta sumar í Elliðaánum. Sá reyndist vera 79 sentímetrar og 4,5 kíló eða 9 til 10 pund. Hann tók Rauðan Frances (kvarttommu) í Teljarastreng. Af þeim 68 löxum sem hafa komið á land fyrstu fjóra dagana hafa 37 veiðst á maðk og 31 á flugu. Eins og gefur að skilja hafa langflestir laxarnir veiðst í Sjávarfossinum eða 31 lax.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði
Eftir fjögurra daga veiði hafa 68 laxar komið á land í Elliðaánum. Aðeins einn veiddist á kvöldvaktinni þrátt fyrir að stór ganga hafi sést á leið upp árnar. Óhætt er að segja að laxveiðin í Elliðaánum fari nokkuð vel af stað en hún hófst á miðvikudaginn. Veiðin hefur þó aðeins dalað eftir frábæra byrjun. Alls náðu veiðimenn að landa 31 laxi fyrsta daginn. 19 komu á land annan daginn. 10 í gær og 8 í dag. Aðeins einn lax veiddist á kvöldvaktinni í dag. Sá kom á míkróflugu. Blaðamaður Veiðivísis kíkti aðeins upp í Elliðaár seinnipartinn og horfði meðal annars á einn veiðimann missa lax sem tók maðk í Sjávarfossinum. "Kvöldvaktin var róleg," sagði Þorsteinn Húnbogason í stuttu spjalli við Veiðivísi. "Hitinn í ánum var kominn í 14,8 gráður sem er svolítið mikið. Það er best að hafa þetta í 12 til 14 gráðum. Þrátt fyrir að lítið hafi komið á land í kvöld var bullandi ganga á leið upp árnar. Einn veiðimaðurinn sem stóð við Sjávarfossin sagðist hafa séð að minnsta kosti tíu laxa stökkva upp fossinn." Veiddi lax í Kerlingaflúðum Efsti staðurinn sem hefur gefið lax eru Kerlingaflúðir, þar fékkst einn á fimmtudaginn . Að sögn Þorsteins urðu menn einnig varir við lax í Kerlingaflúðum í dag þó enginn haf tekið. "Ég veit að nokkrir reyndu líka uppi í Hrauni og Árbæjarhyl en þeir urðu ekki varir við fisk. Ég er nú samt sannfærður um að það er kominn fiskur alla leið upp í Höfuðhyl þó ég hafi svo sem enga vissu um það." Á morgunvaktinn í dag veiddist stærsti laxinn þetta sumar í Elliðaánum. Sá reyndist vera 79 sentímetrar og 4,5 kíló eða 9 til 10 pund. Hann tók Rauðan Frances (kvarttommu) í Teljarastreng. Af þeim 68 löxum sem hafa komið á land fyrstu fjóra dagana hafa 37 veiðst á maðk og 31 á flugu. Eins og gefur að skilja hafa langflestir laxarnir veiðst í Sjávarfossinum eða 31 lax.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði