Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði 27. júní 2012 23:39 Laxinn var mættur í Kerið, þennan stórkostlega veiðistað í Gljúfurá. Mynd/Svavar Hávarðsson Gljúfurá í Borgarfirði var opnuð veiðimönnum á mánudagsmorgun. Nokkuð líf var í ánni og fisk að finna upp á efstu veiðistaði, segir á vef SVFR. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum þá er ólag á laxateljaranum, og í raun hefur hann verið ónothæfur frá því hann var settur niður um sl. mánaðarmót. Því eru engar upplýsingar um göngur í Gljúfurá fram til þessa en miðað við það menn sáu í ánni er nokkuð af laxi gengið. Opnunarhollið veiddi einn og hálfan dag, setti í níu laxa og landaði fimm þeirra. Um var að ræða hefðbundna Gljúfurársmálaxa. Laxar sáust í Skurðinum, Kerinu, Húshyljunum, Rennum, Fossbergi og í efstu veiðistöðunum í gljúfrinu. Það lítur því ágætlega út fyrir þá sem eiga leyfi á næstunni í Gljúfurá. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði
Gljúfurá í Borgarfirði var opnuð veiðimönnum á mánudagsmorgun. Nokkuð líf var í ánni og fisk að finna upp á efstu veiðistaði, segir á vef SVFR. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum þá er ólag á laxateljaranum, og í raun hefur hann verið ónothæfur frá því hann var settur niður um sl. mánaðarmót. Því eru engar upplýsingar um göngur í Gljúfurá fram til þessa en miðað við það menn sáu í ánni er nokkuð af laxi gengið. Opnunarhollið veiddi einn og hálfan dag, setti í níu laxa og landaði fimm þeirra. Um var að ræða hefðbundna Gljúfurársmálaxa. Laxar sáust í Skurðinum, Kerinu, Húshyljunum, Rennum, Fossbergi og í efstu veiðistöðunum í gljúfrinu. Það lítur því ágætlega út fyrir þá sem eiga leyfi á næstunni í Gljúfurá. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði