Nýjustu tölur LV: Eystri Rangá með 70 laxa en opnar 1. júlí!! Svavar Hávarðsson skrifar 28. júní 2012 01:53 Norðurá er með 203 laxa en fjórar aðrar ár eru komnar yfir 100 laxa í sumar. Norðurá trónir á toppnum yfir mestu veiðina hingað til í sumar, eins og við mátti búast. Þar hafa veiðst 203 laxar. Það er þó ekki í samræmi við fréttir um laxagengd, en aðstæður eru veiðimönnum afar erfiðar eins og kunnugt er. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum hefur birt nýjustu tölur veiðisumarsins inni á vef Landssambands veiðifélaga og margt er þar forvitnilegt að sjá. Fimm ár hafa brotið 100 laxa múrinn, en auk Norðurár eru á þeim lista Blanda, Haffjarðará og Langá á Mýrum og Elliðaárnar. Brennan í Hvíta er enn að keppa við Þverá/Kjarrá með 91 lax en árnar hafa gefið 94. Athygli vekur staða Eystri Rangár sem hefur gefið 70 laxa, en það er klakveiði sem um ræðir þar sem áin opnar ekki fyrr en 1. júlí! Það virðist eitthvað mikið í vændum á þeim bænum miðað við þessar tölur, það er víst. En listinn hans Þorsteins talar sínu máli og hann má finna hér. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði
Norðurá trónir á toppnum yfir mestu veiðina hingað til í sumar, eins og við mátti búast. Þar hafa veiðst 203 laxar. Það er þó ekki í samræmi við fréttir um laxagengd, en aðstæður eru veiðimönnum afar erfiðar eins og kunnugt er. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum hefur birt nýjustu tölur veiðisumarsins inni á vef Landssambands veiðifélaga og margt er þar forvitnilegt að sjá. Fimm ár hafa brotið 100 laxa múrinn, en auk Norðurár eru á þeim lista Blanda, Haffjarðará og Langá á Mýrum og Elliðaárnar. Brennan í Hvíta er enn að keppa við Þverá/Kjarrá með 91 lax en árnar hafa gefið 94. Athygli vekur staða Eystri Rangár sem hefur gefið 70 laxa, en það er klakveiði sem um ræðir þar sem áin opnar ekki fyrr en 1. júlí! Það virðist eitthvað mikið í vændum á þeim bænum miðað við þessar tölur, það er víst. En listinn hans Þorsteins talar sínu máli og hann má finna hér. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði