Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. maí 2012 08:00 Falleg náttúra umvefur stangaveiðimenn í Hvalvatnsfirði. MYND/Stangaveiðifélag Akureyrar. Myndband með leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði er nú að finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið eru veiðileyfi á þetta sjóbleikjusvæði nú í sölu hjá félaginu. Að því er segir á svak.is heitir svæðið sem um ræðir Fjörður. Það er samheiti yfir dalina sem ganga upp af Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði sem eru nyrstu firðirnir á skaganum á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Þar eru tvær bleikjuár, Gilsá sem heitir Fjarðará síðasta spölinn áður en hún fellur í Hvalvatnsfjörð og síðan Hólsá í Þorgeirsfirði. Í myndbandinu á svak.is er leiðinni að Fjarðará lýst og leiðbeint með veiðistaði þar. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði
Myndband með leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði er nú að finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið eru veiðileyfi á þetta sjóbleikjusvæði nú í sölu hjá félaginu. Að því er segir á svak.is heitir svæðið sem um ræðir Fjörður. Það er samheiti yfir dalina sem ganga upp af Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði sem eru nyrstu firðirnir á skaganum á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Þar eru tvær bleikjuár, Gilsá sem heitir Fjarðará síðasta spölinn áður en hún fellur í Hvalvatnsfjörð og síðan Hólsá í Þorgeirsfirði. Í myndbandinu á svak.is er leiðinni að Fjarðará lýst og leiðbeint með veiðistaði þar.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði