Hefur ekki miklar áhyggjur af olíutankinum í Mývatni 25. maí 2012 08:30 Tankurinn féll af dráttarbáti Kísiliðjunnar og í vatnið sumarið 2004. Starfsmaður Umhverfisstofnunar við Mývatn hefur ekki teljandi áhyggjur af olíutankinum sem liggur í Ytriflóa vatnsins. Akureyri Vikublað greinir frá þessu. Fyrir tæpum tveimur vikum var sagt frá því að þúsund lítra olíutankur liggi á botni Mývatns. Tankurinn féll af dráttarbáti Kísiliðjunnar árið 2004 en það var síðasta starfsár verksmiðjunnar. Hafa ýmsir áhyggjur af því að töluvert af olíu sé í tankinum. Á meðal þeirra sem líta málið alvarlegum augum er Árni Einarsson, líffræðingur við Rannsóknarstöðina við Mývatn. Hann telur ekki útilokað að 1.000 lítrar af olíu séu í tankinum en ef svo er gæti umhverfisslys verið í uppsiglingu því Mývatnssvæðið er sérlega viðkvæmt enda eru þar búsvæði margra fugla- og fisktegunda. Hugsanlega búið að dæla olíunni úr tankinum Akureyri Vikublað fjallaði á ný um málið nú í vikunni og í blaðinu kemur fram að skiptar skoðanir séu á meðal heimamanna um mikilvægi þess að finna tankinn. „Starfsmaður Umhverfisstofnunar við Mývatn, Bergþóra Kristjánsdóttir, hefur eftir heimamönnum að búið hafi verið að dæla töluverðu af olíu úr tankinum og því fari fjarri að tala um að 1.000 lítrar séu í honum," segir í blaðinu. Ennfremur kemur fram að Bergþóra telji hugsanlegt að tankurinn hafi fyllst af vatni og sokkið þess vegna. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu máli," segir Bergþóra í viðtali við Akureyri Vikublað. Hver á að borga? Í blaðinu er einnig rætt við Pétur Björgvinsson, djákna á Akureyri og áhugamann um umhverfisvernd. „Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að bjarga þessum olíutanki," segir Pétur við blaðið. Það getur hins vegar reynt æði vandasamt að finna tankinn því ekki er útlokað að hann hafi sokkið á sprungusvæði. Síðan er spurningunni um það hver eigi að borga fyrir leit að brottflutning tanksins ósvarað, enda átta ár síðan Kísiliðjan hætti rekstri. Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði
Starfsmaður Umhverfisstofnunar við Mývatn hefur ekki teljandi áhyggjur af olíutankinum sem liggur í Ytriflóa vatnsins. Akureyri Vikublað greinir frá þessu. Fyrir tæpum tveimur vikum var sagt frá því að þúsund lítra olíutankur liggi á botni Mývatns. Tankurinn féll af dráttarbáti Kísiliðjunnar árið 2004 en það var síðasta starfsár verksmiðjunnar. Hafa ýmsir áhyggjur af því að töluvert af olíu sé í tankinum. Á meðal þeirra sem líta málið alvarlegum augum er Árni Einarsson, líffræðingur við Rannsóknarstöðina við Mývatn. Hann telur ekki útilokað að 1.000 lítrar af olíu séu í tankinum en ef svo er gæti umhverfisslys verið í uppsiglingu því Mývatnssvæðið er sérlega viðkvæmt enda eru þar búsvæði margra fugla- og fisktegunda. Hugsanlega búið að dæla olíunni úr tankinum Akureyri Vikublað fjallaði á ný um málið nú í vikunni og í blaðinu kemur fram að skiptar skoðanir séu á meðal heimamanna um mikilvægi þess að finna tankinn. „Starfsmaður Umhverfisstofnunar við Mývatn, Bergþóra Kristjánsdóttir, hefur eftir heimamönnum að búið hafi verið að dæla töluverðu af olíu úr tankinum og því fari fjarri að tala um að 1.000 lítrar séu í honum," segir í blaðinu. Ennfremur kemur fram að Bergþóra telji hugsanlegt að tankurinn hafi fyllst af vatni og sokkið þess vegna. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu máli," segir Bergþóra í viðtali við Akureyri Vikublað. Hver á að borga? Í blaðinu er einnig rætt við Pétur Björgvinsson, djákna á Akureyri og áhugamann um umhverfisvernd. „Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að bjarga þessum olíutanki," segir Pétur við blaðið. Það getur hins vegar reynt æði vandasamt að finna tankinn því ekki er útlokað að hann hafi sokkið á sprungusvæði. Síðan er spurningunni um það hver eigi að borga fyrir leit að brottflutning tanksins ósvarað, enda átta ár síðan Kísiliðjan hætti rekstri.
Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði