Ótæmandi fjársjóðskista fyrir veiðimenn Svavar Hávarðsson skrifar 9. maí 2012 09:30 Á heimasíðu Veiðimálastofnunar er nú hægt að fletta í skýrslum frá miðri síðustu öld. Árið 2011 var ráðist í það stórvirki að taka allar skýrslur Veiðimálastofnunar sem til voru á pappírsformi og skanna þær og gera þær aðgengilegar á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Það var Guðmunda Björg Þórðardóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Veiðimálastofnun, sem tók að sér verkið eins og kom fram í erindi hennar á ársfundi stofnunarinnar nýlega. Segja má að opnaðar hafi verið dyrnar að ótæmandi fjársjóðskistu fyrir veiðimenn, því nú er í fyrsta skipti hægt að kynna sér eitt og annað sem hefur verið grúskað síðustu áratugina. Hér er hægt að fullyrða að allir veiðimenn geti fundið eitthvað á sínu áhugasviði án nokkurar fyrirhafnar. Alls 1.750 skýrslur aðgengilegar Á tímabilnu 1948 til 1979 voru skrifaðar u.þ.b. 130 „skýrslur". Frá árinu 1980 til 2011 hafa verið gefnar út um 1.620 skýrslur. Leitað var að skýrslum og öðru rituðu efni frá stofnun embættis Veiðimálastjóra árið 1946 til dagsins í dag. Flestar skýrslurnar voru aðgengilegar á bókasafni Veiðimálastofnunar á Keldnaholti og á þremur starfsstöðvum úti á landi. Auk þess var haft samband við starfsmenn sem hættir voru störfum og fengnar skýrslur frá þeim. Skýrslurnar voru skráðar inn í gagnagrunn Veiðimálastofnunar og eru nú aðgengilegar á heimasíðu Veiðimálastofnunar: veidimal.is. Í erindi Guðmundu kom fram að alls eru nú um 1.750 skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni. Auk þess var annað efni skannað eins og Fréttabréf Veiðimálastofnunar, greinar í tímaritum, ráðstefnurit (útdrættir erinda) og fleira sem einnig er varðveitt í gagnagrunninum. Skýrslurnar er hægt að nálgast eftir mörgum leitarmöguleikum; tímabili, heiti veiðisvæðis, höfundi eða nafni skýrslu.Umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Veiðimálastofnun Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Árið 2011 var ráðist í það stórvirki að taka allar skýrslur Veiðimálastofnunar sem til voru á pappírsformi og skanna þær og gera þær aðgengilegar á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Það var Guðmunda Björg Þórðardóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Veiðimálastofnun, sem tók að sér verkið eins og kom fram í erindi hennar á ársfundi stofnunarinnar nýlega. Segja má að opnaðar hafi verið dyrnar að ótæmandi fjársjóðskistu fyrir veiðimenn, því nú er í fyrsta skipti hægt að kynna sér eitt og annað sem hefur verið grúskað síðustu áratugina. Hér er hægt að fullyrða að allir veiðimenn geti fundið eitthvað á sínu áhugasviði án nokkurar fyrirhafnar. Alls 1.750 skýrslur aðgengilegar Á tímabilnu 1948 til 1979 voru skrifaðar u.þ.b. 130 „skýrslur". Frá árinu 1980 til 2011 hafa verið gefnar út um 1.620 skýrslur. Leitað var að skýrslum og öðru rituðu efni frá stofnun embættis Veiðimálastjóra árið 1946 til dagsins í dag. Flestar skýrslurnar voru aðgengilegar á bókasafni Veiðimálastofnunar á Keldnaholti og á þremur starfsstöðvum úti á landi. Auk þess var haft samband við starfsmenn sem hættir voru störfum og fengnar skýrslur frá þeim. Skýrslurnar voru skráðar inn í gagnagrunn Veiðimálastofnunar og eru nú aðgengilegar á heimasíðu Veiðimálastofnunar: veidimal.is. Í erindi Guðmundu kom fram að alls eru nú um 1.750 skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni. Auk þess var annað efni skannað eins og Fréttabréf Veiðimálastofnunar, greinar í tímaritum, ráðstefnurit (útdrættir erinda) og fleira sem einnig er varðveitt í gagnagrunninum. Skýrslurnar er hægt að nálgast eftir mörgum leitarmöguleikum; tímabili, heiti veiðisvæðis, höfundi eða nafni skýrslu.Umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Veiðimálastofnun
Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði