Laxasetur opnar á Blönduós Karl Lúðvíksson skrifar 16. mars 2012 18:10 Gömul mynd úr Víðidalsá sem sýnir vel stórveiðina úr þeirri á. Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið. „Við erum að vinna við uppsetningu sýningar sem verður opnuð í júní í sumar og erum að safna gömlum munum sem tengjast sögu laxveiða," segja þær Kristín og Þuríður. Á sýningunni verða lifandi laxfiskar, kvikmynd um laxfiska og annað það sem tengist lifnaðarháttum og sögu laxfiska og laxveiði á Íslandi í máli og myndum. Stefnt er að því að sýningin dragi að sér veiðimenn, fjölskyldufólk, ferðamenn og áhugafólk um laxveiði. Laxasetur mun koma að ýmsum rannsóknum í samstarfi við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Landssamband veiðifélaga og Þekkingarsetur á Blönduósi. Forsvarsmenn og stofnendur Laxasetur eru Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Hluthafar eru veiðifélög í Húnavatnssýslum, leigutakar, einstaklingar og fyrirtæki. Laxasetur Íslands verður til húsa á Efstubraut 1 á Blönduósi og verður heimasíða þess opnuð innan skamms. Hluthafaskrá er opin og öllum velkomið að gerast hluthafar til 23. júní 2012 Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Fnjóská opnaði um helgina Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði
Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið. „Við erum að vinna við uppsetningu sýningar sem verður opnuð í júní í sumar og erum að safna gömlum munum sem tengjast sögu laxveiða," segja þær Kristín og Þuríður. Á sýningunni verða lifandi laxfiskar, kvikmynd um laxfiska og annað það sem tengist lifnaðarháttum og sögu laxfiska og laxveiði á Íslandi í máli og myndum. Stefnt er að því að sýningin dragi að sér veiðimenn, fjölskyldufólk, ferðamenn og áhugafólk um laxveiði. Laxasetur mun koma að ýmsum rannsóknum í samstarfi við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Landssamband veiðifélaga og Þekkingarsetur á Blönduósi. Forsvarsmenn og stofnendur Laxasetur eru Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Hluthafar eru veiðifélög í Húnavatnssýslum, leigutakar, einstaklingar og fyrirtæki. Laxasetur Íslands verður til húsa á Efstubraut 1 á Blönduósi og verður heimasíða þess opnuð innan skamms. Hluthafaskrá er opin og öllum velkomið að gerast hluthafar til 23. júní 2012
Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Fnjóská opnaði um helgina Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði