Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 19. janúar 2012 10:16 Það komast færri að en vilja í Elliðaárnar í sumar Mynd af www.svfr.is Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þegar framlengdur umsóknarfrestur rann út á hádegi sl. föstudag kom í ljós að ríflega 760 A umsóknir höfðu borist sem er talsvert umfram framboð. Þá eru ótaldar umsóknir með B, C, D og E forgangi, en ljóst er að ekki verður hægt að verða við neinum þeirra að þessu sinni. Að venju eru langflestar umsóknirnar um veiðidaga í júlímánuði og umsóknir um morgunveiði eru margfalt fleiri en umsóknir um veiðileyfi eftir hádegið. Heildarfjöldi veiðileyfa í Elliðaánum á hverju sumri eru 760 hálfsdagsleyfi. Þetta eru 80 leyfi í júní, 372 í júlí og 308 í ágúst, eða 760 veiðileyfi alls. Helmingur leyfanna gildir fyrir hádegið og helmingur eftir hádegið. Samkvæmt samningi á Reykjavíkurborg rétt á fimm heilum veiðidögum á hverju sumri sem dragast frá heildarfjöldanum og fækkar þannig veiðileyfum til úthlutunar um 60. Þá verður 30 leyfum ráðstafað til barna og unglinga, en þau munu veiða undir handleiðslu félaga í Fræðslunefnd SVFR eins og undanfarin ár. Loks fær árnefnd Elliðaánna einn veiðidag í ágúst sem umbun fyrir störf sín í þágu félagsins. Alls verða því um 650 veiðileyfi til almennrar úthlutunar sumarið 2012. Meira á https://svfr.is/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0&NewsID=1691554e-e53e-41e5-b0ba-b131a98e6397 Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þegar framlengdur umsóknarfrestur rann út á hádegi sl. föstudag kom í ljós að ríflega 760 A umsóknir höfðu borist sem er talsvert umfram framboð. Þá eru ótaldar umsóknir með B, C, D og E forgangi, en ljóst er að ekki verður hægt að verða við neinum þeirra að þessu sinni. Að venju eru langflestar umsóknirnar um veiðidaga í júlímánuði og umsóknir um morgunveiði eru margfalt fleiri en umsóknir um veiðileyfi eftir hádegið. Heildarfjöldi veiðileyfa í Elliðaánum á hverju sumri eru 760 hálfsdagsleyfi. Þetta eru 80 leyfi í júní, 372 í júlí og 308 í ágúst, eða 760 veiðileyfi alls. Helmingur leyfanna gildir fyrir hádegið og helmingur eftir hádegið. Samkvæmt samningi á Reykjavíkurborg rétt á fimm heilum veiðidögum á hverju sumri sem dragast frá heildarfjöldanum og fækkar þannig veiðileyfum til úthlutunar um 60. Þá verður 30 leyfum ráðstafað til barna og unglinga, en þau munu veiða undir handleiðslu félaga í Fræðslunefnd SVFR eins og undanfarin ár. Loks fær árnefnd Elliðaánna einn veiðidag í ágúst sem umbun fyrir störf sín í þágu félagsins. Alls verða því um 650 veiðileyfi til almennrar úthlutunar sumarið 2012. Meira á https://svfr.is/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0&NewsID=1691554e-e53e-41e5-b0ba-b131a98e6397
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði