Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Karl Lúðvíksson skrifar 6. janúar 2012 10:00 Óskar Páll Sveinsson leiðbeinir á námskeiðinu hjá Veiðiflugum Nú eru veiðimenn farnir að telja niður til 1. apríl en þá hefst veiðin á þessu herrans ári 2012. Margir veiðimenn nota skammdegið til að hnýta leynivopnin fyrir komandi sumar og það er ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hvað það er gaman að setja í fisk á sínar eigin flugur. Til opna þennan heim fyrir þá sem vilja læra að hnýta sínar eigin flugur ætlar Hilli í versluninni Veiðiflugur á Langholtsvegi að vera með hnýtingarnámskeið sem byrja núna í janúar í samstarfi við hinn snjalla veiðimann og hnýtara Óskar Pál Sveinsson. Byrjendanámskeið: Þar verður farið yfir öll helstu grunnatriðin í fluguhnýtingum. Byrjað verður á einföldum silungapúpum, síðan farið í straumflugur og svo endað á laxaflugum. Framhaldsnámskeið: Kennt verður að hnýta flóknari laxa og silungaflugur. Einnig verða hnýttar túpur, bæði sökkvandi túpur og gáratúbur. Námskeiðin fara fram í versluninni Veiðiflugur, Langholtsvegi 111 og verða öll tæki og tól á staðnum. Einn af þeim sem kemur til með að leiðbeina er Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður og hnýtari með afbrigðum. Skráning á námskeiðin er hjá Veiðiflugum. Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði
Nú eru veiðimenn farnir að telja niður til 1. apríl en þá hefst veiðin á þessu herrans ári 2012. Margir veiðimenn nota skammdegið til að hnýta leynivopnin fyrir komandi sumar og það er ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hvað það er gaman að setja í fisk á sínar eigin flugur. Til opna þennan heim fyrir þá sem vilja læra að hnýta sínar eigin flugur ætlar Hilli í versluninni Veiðiflugur á Langholtsvegi að vera með hnýtingarnámskeið sem byrja núna í janúar í samstarfi við hinn snjalla veiðimann og hnýtara Óskar Pál Sveinsson. Byrjendanámskeið: Þar verður farið yfir öll helstu grunnatriðin í fluguhnýtingum. Byrjað verður á einföldum silungapúpum, síðan farið í straumflugur og svo endað á laxaflugum. Framhaldsnámskeið: Kennt verður að hnýta flóknari laxa og silungaflugur. Einnig verða hnýttar túpur, bæði sökkvandi túpur og gáratúbur. Námskeiðin fara fram í versluninni Veiðiflugur, Langholtsvegi 111 og verða öll tæki og tól á staðnum. Einn af þeim sem kemur til með að leiðbeina er Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður og hnýtari með afbrigðum. Skráning á námskeiðin er hjá Veiðiflugum.
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði