Katy Perry er netsmellur ársins 2010 7. janúar 2011 11:00 Þrátt fyrir að síðasta plata Katy Perry, Teenage Dream, hafi ekki farið vel ofan í gagnrýnendur virðast lesendur glamúrtímaritsins People vera sáttir við hana, því þeir völdu hana söngkonu ársins og netsmell ársins á árlegri verðlaunahátíð blaðsins, People's Choice Awards. Verðlaunin eiga sér 36 ára sögu en það voru þau John Wayne og Barbra Streisand sem hlutu þau fyrst. Með tilkomu netsins kjósa lesendur blaðsins fyrst og fremst gegnum vefsíðu þess. Hvorki meira né minna en 175 milljónir atkvæði voru greidd, sem er metfjöldi. Kynnir síðustu fimm ára hefur verið bandaríska leikkonan Queen Latifah og á því var engin undantekning þetta árið. Meðal helstu sigurvegara ársins má nefna að The Twilight Saga: Eclipse var valin besta kvikmyndin og leikkona myndanna besta leikkonan. Johnny Depp hreppti hins vegar nafnbótina besti karlleikari ársins og besti grínleikarinn var kjörinn Adam Sandler. Bestu sjónvarpsþættirnir voru House og Glee og lagið Love the Way You Lie með Rihönnu og Eminem var bæði valið besta lagið og besta myndbandið. Það skal þó tekið fram að verðlaunin þykja ekki gefa góða vísbendingu um það sem koma skal á Óskarnum eða Golden Globe en meðal annarra verðlaunahafa má nefna að Taylor Swift var kjörin besta kántrísöngkonan og hefur væntanlega getað notað verðlaunin til að hugga sig eftir sambandsslit hennar og Jake Gyllenhaal. - fgg Golden Globes Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta plata Katy Perry, Teenage Dream, hafi ekki farið vel ofan í gagnrýnendur virðast lesendur glamúrtímaritsins People vera sáttir við hana, því þeir völdu hana söngkonu ársins og netsmell ársins á árlegri verðlaunahátíð blaðsins, People's Choice Awards. Verðlaunin eiga sér 36 ára sögu en það voru þau John Wayne og Barbra Streisand sem hlutu þau fyrst. Með tilkomu netsins kjósa lesendur blaðsins fyrst og fremst gegnum vefsíðu þess. Hvorki meira né minna en 175 milljónir atkvæði voru greidd, sem er metfjöldi. Kynnir síðustu fimm ára hefur verið bandaríska leikkonan Queen Latifah og á því var engin undantekning þetta árið. Meðal helstu sigurvegara ársins má nefna að The Twilight Saga: Eclipse var valin besta kvikmyndin og leikkona myndanna besta leikkonan. Johnny Depp hreppti hins vegar nafnbótina besti karlleikari ársins og besti grínleikarinn var kjörinn Adam Sandler. Bestu sjónvarpsþættirnir voru House og Glee og lagið Love the Way You Lie með Rihönnu og Eminem var bæði valið besta lagið og besta myndbandið. Það skal þó tekið fram að verðlaunin þykja ekki gefa góða vísbendingu um það sem koma skal á Óskarnum eða Golden Globe en meðal annarra verðlaunahafa má nefna að Taylor Swift var kjörin besta kántrísöngkonan og hefur væntanlega getað notað verðlaunin til að hugga sig eftir sambandsslit hennar og Jake Gyllenhaal. - fgg
Golden Globes Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira