Merkasta uppfinning mannkyns Atli Fannar Bjarkason skrifar 12. febrúar 2011 00:01 Hinn fagurrauðhærði Conan O‘Brien hefur aðeins notið þess að borða fjórar samlokur um ævina. Allar hinar voru óeftirminnilegar. Þessari sorglegu yfirlýsingu kom hann á framfæri á Twitter-síðu sinni í vikunni. Conan er orðinn 47 ára gamall, sem sýnir að samlokuferill hans er misheppnaður frá upphafi til enda. Hann hefur borðað góða samloku á tólf ára fresti að meðaltali, sem er afar sorgleg tölfræði. Sérstaklega í ljósi þess að samlokan er skotheldasti réttur heims og í raun merkasta uppfinning mannkyns. Í fljótu bragði man ég eftir þúsundum samloka sem ég naut þess að borða. Ég hef prófað gríðarlega margar útfærslur og ferðast víða í leit minni að fullkomnun. Ég man eftir himneskri samloku með skinku og rjómaosti í flugi frá Austurríki til Svíþjóðar. Ég hef líka borðað nokkrar gómsætar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Það slær samt ekkert við heimagerðu samlokunni þar sem ráðist er á birgðastöðu ísskápsins. samlokan hefur líka skapað ótal hefðir. Einn af hápunktum ársins er til dæmis að vakna á nýársdag og hlaða afgöngum frá kvöldinu áður í eina safaríka loku. Galdurinn er að skilja ekkert af nægtaborðinu út undan. Kalkúnninn sameinast kartöflugratíninu og meira að segja salatinu á milli tveggja ristaðra brauðsneiða. Loks er nauðsynlegt að láta fyllinguna fylgja með, en það gerir samlokuna einstaka. Umræðan um samlokuna er sjaldan sanngjörn. Brauðát er fordæmt af heilsuspekingum, sem sýnir virðingarleysi þeirra gagnvart rétti sem hefur fylgt okkur frá upphafi vega. Hillel frá Babýlon var til að mynda sólginn í lambakjötslokur og hann fæddist á undan Jesú. Þá skrásetti breski náttúrufræðingurinn John Ray gögn um samlokuneyslu á hollenskum krám á sautjándu öld. Samlokan hefur unnið afar óeigingjarnt starf í þágu mannkyns og endurnýjað sig stöðugt í gegnum aldirnar. Menn létu sér nægja að setja nautakjöt og smjör á samlokurnar í gamla gamla daga, en í dag eru útfærslurnar endalausar. Samlokan er nefnilega jafn fordómalaus og hún er saðsöm. Hún gerir ekki upp á milli fólks, heldur er það fólkið sem gerir upp á milli áleggs og brauðs. En það er sama hvers konar álegg þú leggur á brauð, hvort sem það er hvítt eða brúnt, með hveiti eða spelti, án sykurs eða dísætt – það kallast alltaf samloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Hinn fagurrauðhærði Conan O‘Brien hefur aðeins notið þess að borða fjórar samlokur um ævina. Allar hinar voru óeftirminnilegar. Þessari sorglegu yfirlýsingu kom hann á framfæri á Twitter-síðu sinni í vikunni. Conan er orðinn 47 ára gamall, sem sýnir að samlokuferill hans er misheppnaður frá upphafi til enda. Hann hefur borðað góða samloku á tólf ára fresti að meðaltali, sem er afar sorgleg tölfræði. Sérstaklega í ljósi þess að samlokan er skotheldasti réttur heims og í raun merkasta uppfinning mannkyns. Í fljótu bragði man ég eftir þúsundum samloka sem ég naut þess að borða. Ég hef prófað gríðarlega margar útfærslur og ferðast víða í leit minni að fullkomnun. Ég man eftir himneskri samloku með skinku og rjómaosti í flugi frá Austurríki til Svíþjóðar. Ég hef líka borðað nokkrar gómsætar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Það slær samt ekkert við heimagerðu samlokunni þar sem ráðist er á birgðastöðu ísskápsins. samlokan hefur líka skapað ótal hefðir. Einn af hápunktum ársins er til dæmis að vakna á nýársdag og hlaða afgöngum frá kvöldinu áður í eina safaríka loku. Galdurinn er að skilja ekkert af nægtaborðinu út undan. Kalkúnninn sameinast kartöflugratíninu og meira að segja salatinu á milli tveggja ristaðra brauðsneiða. Loks er nauðsynlegt að láta fyllinguna fylgja með, en það gerir samlokuna einstaka. Umræðan um samlokuna er sjaldan sanngjörn. Brauðát er fordæmt af heilsuspekingum, sem sýnir virðingarleysi þeirra gagnvart rétti sem hefur fylgt okkur frá upphafi vega. Hillel frá Babýlon var til að mynda sólginn í lambakjötslokur og hann fæddist á undan Jesú. Þá skrásetti breski náttúrufræðingurinn John Ray gögn um samlokuneyslu á hollenskum krám á sautjándu öld. Samlokan hefur unnið afar óeigingjarnt starf í þágu mannkyns og endurnýjað sig stöðugt í gegnum aldirnar. Menn létu sér nægja að setja nautakjöt og smjör á samlokurnar í gamla gamla daga, en í dag eru útfærslurnar endalausar. Samlokan er nefnilega jafn fordómalaus og hún er saðsöm. Hún gerir ekki upp á milli fólks, heldur er það fólkið sem gerir upp á milli áleggs og brauðs. En það er sama hvers konar álegg þú leggur á brauð, hvort sem það er hvítt eða brúnt, með hveiti eða spelti, án sykurs eða dísætt – það kallast alltaf samloka.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun