Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. janúar 2011 19:15 Tiger Woods er mættur á Torrey Pines og ætlar sér stóra hluti. AP Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira