Ameríka gegn Svíþjóð 22. desember 2011 06:15 Rooney Mara hefði varla getað fengið erfiðara hlutverk þegar David Fincher ákvað að velja hana sem Lisbeth Salander. Noomi Rapace hafði tekist að gera andfélagslega tölvuhakkarann að sínum og margir voru efins um að hinni bandarísku leikkonu tækist að feta í fótspor hennar. Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira