Tilnefningar til Golden Globe 16. desember 2011 09:00 Líklegur til afreka George Clooney er sjálfur tilnefndur til tvennra Golden Globe-verðlauna, annars vegar sem besti leikarinn og hins vegar sem besti leikstjórinn. Nordic Photos/Getty Franska svart/hvíta-myndin The Artist fékk flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Myndin er óður til þöglumyndaskeiðsins í Hollywood á upphafsárum draumaverksmiðjunnar og virðist fara ansi vel ofan í samtök erlendra fréttamanna í Hollywood. Báðir aðalleikararnir, Jean Dujardin og Berenice Bejo, fá tilnefningar sem og leikstjóri hennar, Michel Hazanavicius. Myndin er tilnefnd í flokki gaman- og söngleikja. George Clooney verður að teljast til alls líklegur á hátíðinni. Og hefst þá svokölluð Clooney-upptalning: Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Descendants sem er tilnefnd í flokknum besta „drama“-myndin, hann er sjálfur tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Kvikmyndin The Ides of March, sem Clooney leikstýrir, er tilnefnd sem besta myndin og hann er sjálfur tilnefndur fyrir leikstjórn þeirrar myndar. Athygli vekur að Golden Globe-dómnefndin ákveður nánast að sniðganga nýjustu kvikmynd Stevens Spielberg, War Horse, og tilnefnir hana „eingöngu“ í flokknum besta myndin. Dómnefndin horfir algjörlega fram hjá kvikmynd Stephens Daldry, Extremely Loud and Incredibly Close, en margir höfðu spáð henni mikilli velgengni. Rooney Mara fær tilnefningu sem Lisbeth Salander í Karlar sem hata konur en hún fær einnig tilnefningu fyrir tónlistina. Hægt er að kynna sér allar tilnefningar á visir.is. - fgg Golden Globes Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Franska svart/hvíta-myndin The Artist fékk flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Myndin er óður til þöglumyndaskeiðsins í Hollywood á upphafsárum draumaverksmiðjunnar og virðist fara ansi vel ofan í samtök erlendra fréttamanna í Hollywood. Báðir aðalleikararnir, Jean Dujardin og Berenice Bejo, fá tilnefningar sem og leikstjóri hennar, Michel Hazanavicius. Myndin er tilnefnd í flokki gaman- og söngleikja. George Clooney verður að teljast til alls líklegur á hátíðinni. Og hefst þá svokölluð Clooney-upptalning: Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Descendants sem er tilnefnd í flokknum besta „drama“-myndin, hann er sjálfur tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Kvikmyndin The Ides of March, sem Clooney leikstýrir, er tilnefnd sem besta myndin og hann er sjálfur tilnefndur fyrir leikstjórn þeirrar myndar. Athygli vekur að Golden Globe-dómnefndin ákveður nánast að sniðganga nýjustu kvikmynd Stevens Spielberg, War Horse, og tilnefnir hana „eingöngu“ í flokknum besta myndin. Dómnefndin horfir algjörlega fram hjá kvikmynd Stephens Daldry, Extremely Loud and Incredibly Close, en margir höfðu spáð henni mikilli velgengni. Rooney Mara fær tilnefningu sem Lisbeth Salander í Karlar sem hata konur en hún fær einnig tilnefningu fyrir tónlistina. Hægt er að kynna sér allar tilnefningar á visir.is. - fgg
Golden Globes Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira