Fanney á flandri um Indland 15. desember 2011 06:00 Sinnir góðgerðarstörfum Fanney Ingvarsdóttir dvaldi í tvær vikur á Indlandi og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli, sem hún segir hafa verið erfiða og tilfinningaríka reynslu. Þetta var mjög lærdómsrík og eftirminnileg reynsla þótt það hafi vissulega verið skrýtið að vera í þrjátíu stiga hita án allra jólalaga í desember,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, Ungfrú Ísland. Hún lenti á Íslandi á þriðjudaginn var eftir að hafa verið á Indlandi í tvær vikur við góðgerðarstörf fyrir samtökin Healthy Kids, Happy Kids. Þetta er í annað sinn á árinu sem Fanney heimsækir landið. Fanney flakkaði um bæði norður- og suðurhluta Indlands og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli. „Það var ótrúlega erfið og tilfinningarík reynsla,“ segir Fanney, sem var þó ekki ein á ferð. Ferðafélagar hennar voru Ungfrú Kanada, Ungfrú Írland, Miss Bikini International og svo stúlkur frá Slóveníu og Bólivíu. Fanney segir ferðina hafa gert mikið fyrir sig persónulega og bætir því við að hún hafi fengið að skoða landið. „Við heimsóttum Taj Mahal og Gullna musterið og það var alveg einstakt að sjá þetta með eigin augum,“ segir Fanney, en mengun setti þó eilítið strik í reikninginn. „Indland er náttúrulega ótrúlega samþjappað land og mengunin er gríðarleg. Fyrstu dagana héldum við að þetta væri þoka sem við sáum en þetta var þá bara mengun,“ útskýrir Fanney, sem fékk af þeim sökum bæði kvef og hálsbólgu. Vegna ferðalaganna varð skólaganga fegurðardrottningarinnar að sitja eilítið á hakanum. Hún ætlar sér hins vegar að útskrifast frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar í vor. „Og svo er það bara að halda jólin. En svo gætu fleiri ferðalög verið handan við hornið.“- fgg Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Þetta var mjög lærdómsrík og eftirminnileg reynsla þótt það hafi vissulega verið skrýtið að vera í þrjátíu stiga hita án allra jólalaga í desember,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, Ungfrú Ísland. Hún lenti á Íslandi á þriðjudaginn var eftir að hafa verið á Indlandi í tvær vikur við góðgerðarstörf fyrir samtökin Healthy Kids, Happy Kids. Þetta er í annað sinn á árinu sem Fanney heimsækir landið. Fanney flakkaði um bæði norður- og suðurhluta Indlands og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli. „Það var ótrúlega erfið og tilfinningarík reynsla,“ segir Fanney, sem var þó ekki ein á ferð. Ferðafélagar hennar voru Ungfrú Kanada, Ungfrú Írland, Miss Bikini International og svo stúlkur frá Slóveníu og Bólivíu. Fanney segir ferðina hafa gert mikið fyrir sig persónulega og bætir því við að hún hafi fengið að skoða landið. „Við heimsóttum Taj Mahal og Gullna musterið og það var alveg einstakt að sjá þetta með eigin augum,“ segir Fanney, en mengun setti þó eilítið strik í reikninginn. „Indland er náttúrulega ótrúlega samþjappað land og mengunin er gríðarleg. Fyrstu dagana héldum við að þetta væri þoka sem við sáum en þetta var þá bara mengun,“ útskýrir Fanney, sem fékk af þeim sökum bæði kvef og hálsbólgu. Vegna ferðalaganna varð skólaganga fegurðardrottningarinnar að sitja eilítið á hakanum. Hún ætlar sér hins vegar að útskrifast frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar í vor. „Og svo er það bara að halda jólin. En svo gætu fleiri ferðalög verið handan við hornið.“- fgg
Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira