Fjallar um eftirköst eldgossins 14. desember 2011 12:00 mynd um eldgosið Herbert Sveinbjörnsson er með heimildarmynd í bígerð um eftirköst eldgossins. Þrjár fjölskyldur sem hafa þurft að glíma við eftirköst eldgossins í Eyjafjallajökli eru í forgrunni nýrrar heimildarmyndar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Herbert Sveinbjörnsson er með í vinnslu. „Mig langar að fylgjast með og sjá hvernig fólki reiðir af þarna. Þegar maður sá þessar myndir af gosinu og öllu öskufallinu leit þetta út eins og það væri kominn heimsendir,“ segir Herbert. „Maður er alltaf að sjá myndir frá hamförum úti um allan heim en ég man ekki eftir að hafa séð heimildarmynd um eitthvað slíkt.“ Að sögn Herberts verður myndin á persónulegu nótunum. Fjölskyldunum verður fylgt eftir í eitt ár og engir sérfræðingar verða á meðal viðmælenda. „Ég er búinn að setja mig í samband við þrjár fjölskyldur. Þær eru búnar að samþykkja að taka þátt í þessu og þetta er fólk sem mér líst rosalega vel á. Þetta er fallegt og duglegt fólk.“ Herbert kynnti myndina nýverið á Nordisk Forum í Danmörku þar sem nýjar heimildarmyndir eru kynntar til sögunnar og tókst honum að selja hana í svokallaðri forsölu til norska og finnska ríkissjónvarpsins og til Eistlands. Þess má geta að rokksveitin Skálmöld var í hljóðveri um síðustu helgi og tók þar upp lag sem hljómar í myndinni. Það er þeirra útgáfa af hluta Þúsaldarljóðsins sem Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tryggvi M. Baldvinsson sömdu um síðustu aldamót. Herbert er með fleiri járn í eldinum því hann er einnig að framleiða heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóðskerfið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. Saman sendu þeir frá sér Maybe I Should Have fyrir nokkrum árum sem fjallaði um bankahrunið. - fb Lífið Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem hafa þurft að glíma við eftirköst eldgossins í Eyjafjallajökli eru í forgrunni nýrrar heimildarmyndar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Herbert Sveinbjörnsson er með í vinnslu. „Mig langar að fylgjast með og sjá hvernig fólki reiðir af þarna. Þegar maður sá þessar myndir af gosinu og öllu öskufallinu leit þetta út eins og það væri kominn heimsendir,“ segir Herbert. „Maður er alltaf að sjá myndir frá hamförum úti um allan heim en ég man ekki eftir að hafa séð heimildarmynd um eitthvað slíkt.“ Að sögn Herberts verður myndin á persónulegu nótunum. Fjölskyldunum verður fylgt eftir í eitt ár og engir sérfræðingar verða á meðal viðmælenda. „Ég er búinn að setja mig í samband við þrjár fjölskyldur. Þær eru búnar að samþykkja að taka þátt í þessu og þetta er fólk sem mér líst rosalega vel á. Þetta er fallegt og duglegt fólk.“ Herbert kynnti myndina nýverið á Nordisk Forum í Danmörku þar sem nýjar heimildarmyndir eru kynntar til sögunnar og tókst honum að selja hana í svokallaðri forsölu til norska og finnska ríkissjónvarpsins og til Eistlands. Þess má geta að rokksveitin Skálmöld var í hljóðveri um síðustu helgi og tók þar upp lag sem hljómar í myndinni. Það er þeirra útgáfa af hluta Þúsaldarljóðsins sem Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tryggvi M. Baldvinsson sömdu um síðustu aldamót. Herbert er með fleiri járn í eldinum því hann er einnig að framleiða heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóðskerfið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. Saman sendu þeir frá sér Maybe I Should Have fyrir nokkrum árum sem fjallaði um bankahrunið. - fb
Lífið Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira