Ætlaði að hætta að dansa vegna langvinnra veikinda 13. desember 2011 09:00 Í sKÝJUNUM MEÐ SIGURINN Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið, en hún hefur þjáðst af hjartagalla síðan hún var ellefu ára gömul og ætlaði að hætta að dansa í vor.Fréttablaðið/valli Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira