Verslað eins og fífl Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. desember 2011 11:00 Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum. Ég veit ekki hvort óhófleg kaupgleði er eitthvert þjóðareinkenni á okkur Íslendingum eða hvort við séum bara svo fá að eftir því er tekið í hvert sinn sem við bregðum okkur í búð. Ég vildi helst að það síðara væri rétt en er ekki viss. Lindex-ævintýrið fór ekki fram hjá neinum en loka þurfti búðinni tveim dögum eftir opnun því allt seldist upp! Við réttlætum verslunarferðirnar með því að þær „borgi sig“ þegar upp er staðið þrátt fyrir ferða- og hótelkostnað. Úrvalið sé líka svo miklu meira í útlöndum. Sjálf nota ég þessar réttlætingar kinnroðalaust, mér finnst óskaplega gaman að kíkja í búðir, einmitt í útlöndum. Ég á mér eina uppáhalds búð eins og margir sem ég þreytist ekki á að heimsækja, H&M. Jafnvel þó að ég væri búsett um tíma í borg þar sem H&M búðir voru á hverju horni var ég nánast daglegur gestur. Afgreiðslufólkið bretti þá gjarnan upp ermarnar þegar ég nálgaðist borðið og bað glottandi fyrir kveðju til Íslands um leið og það gjóaði augunum sín á milli. Ein afgreiðslustúlkan sagðist þekkja okkur greinilega úr fjöldanum og vildi alls ekki að opnuð yrði H&M búð á Íslandi. „Við viljum fá ykkur hingað, þið eruð okkar bestu viðskiptavinir,“ sagði hún og tróð flissandi í pokana fyrir mig. Bað mig svo kankvíslega að eiga góðan dag. Ég brosti eins og kjáni og leið eins og verið væri að hafa mig að fífli þar sem ég rogaðist út með pokana. Sú tilfinning að ég hafi verið höfð að fífli hefur þó látið á sér kræla annars staðar en í H&M. Ég þarf ekki einu sinni að vera stödd í útlenskri búð og þarf heldur ekki einu sinni að hafa straujað greiðslukortið oft. Þessi tilfinning læðist oft að mér í alíslenskum verslunarleiðöngrum þegar ég kem heim, ekki bara með hálftómt veskið heldur líka hálftóma pokana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun
Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum. Ég veit ekki hvort óhófleg kaupgleði er eitthvert þjóðareinkenni á okkur Íslendingum eða hvort við séum bara svo fá að eftir því er tekið í hvert sinn sem við bregðum okkur í búð. Ég vildi helst að það síðara væri rétt en er ekki viss. Lindex-ævintýrið fór ekki fram hjá neinum en loka þurfti búðinni tveim dögum eftir opnun því allt seldist upp! Við réttlætum verslunarferðirnar með því að þær „borgi sig“ þegar upp er staðið þrátt fyrir ferða- og hótelkostnað. Úrvalið sé líka svo miklu meira í útlöndum. Sjálf nota ég þessar réttlætingar kinnroðalaust, mér finnst óskaplega gaman að kíkja í búðir, einmitt í útlöndum. Ég á mér eina uppáhalds búð eins og margir sem ég þreytist ekki á að heimsækja, H&M. Jafnvel þó að ég væri búsett um tíma í borg þar sem H&M búðir voru á hverju horni var ég nánast daglegur gestur. Afgreiðslufólkið bretti þá gjarnan upp ermarnar þegar ég nálgaðist borðið og bað glottandi fyrir kveðju til Íslands um leið og það gjóaði augunum sín á milli. Ein afgreiðslustúlkan sagðist þekkja okkur greinilega úr fjöldanum og vildi alls ekki að opnuð yrði H&M búð á Íslandi. „Við viljum fá ykkur hingað, þið eruð okkar bestu viðskiptavinir,“ sagði hún og tróð flissandi í pokana fyrir mig. Bað mig svo kankvíslega að eiga góðan dag. Ég brosti eins og kjáni og leið eins og verið væri að hafa mig að fífli þar sem ég rogaðist út með pokana. Sú tilfinning að ég hafi verið höfð að fífli hefur þó látið á sér kræla annars staðar en í H&M. Ég þarf ekki einu sinni að vera stödd í útlenskri búð og þarf heldur ekki einu sinni að hafa straujað greiðslukortið oft. Þessi tilfinning læðist oft að mér í alíslenskum verslunarleiðöngrum þegar ég kem heim, ekki bara með hálftómt veskið heldur líka hálftóma pokana.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun