Hýsir leikara uppá jökli í 25 fermetra gámahúsum 14. nóvember 2011 08:00 Gísli D. Reynisson keypti trukkana og með þeim fylgdu gámahús sem hægt er að setja upp hvar sem er. „Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira