Fegurð skeggsins Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 17. október 2011 06:00 Bandarísk skeggkeppni fór fram í síðustu viku í Pensylvaníu en keppnin er árviss viðburður Vestanhafs þar sem karlmenn með mismunandi sortir yfirvara-, höku- og alskeggja keppa sín á milli í nokkrum flokkum. Um leið og karlmennirnir berjast um titlana leita um 30 milljónir bandarískra kvenna mismunanda leiða við að fjarlægja sín yfirvara- og geitaskegg, að jafnaði einu sinni í viku. Eitt best falda leyndarmál bandarískra sem og kvenna víða annars staðar í heiminum er skeggvöxtur þeirra sem er þó alls ekki fágætt fyrirbæri. Skeggvöxturinn er ekki bara manns eigin óheppni, að því er maður kann að halda. Ástæðan fyrir því að ég veit ekki af hinum konunum er sú að konan í næsta húsi, með hökuplokkara fyrir framan spegilinn í þessum töluðu orðum, heldur líka að þetta sé einstakt lánleysi í lífinu. Þöggun skeggbroddanna er ómeðvitað, sameiginlegt átak kvenna um allan heim. Ég hélt að svona vöxtur tengdist yfirleitt truflun í hormónabúskap, hafandi sjálf reynt slíkt fyrir tveimur árum, en svo er ekki samkvæmt þeim úttektum sem ég gluggaði í. Oftast er vöxturinn eðlilegur fylgifiskur þess að eldast. Salma Hayek skartar mjög töff yfirvaraskeggi sem því miður nýtur sín ekki vel á ljósmyndum, sem gæti stafað af því að eitthvað sé búið að laga þær til. Góð vinkona mín gat hins vegar sagt mér frá og lýst í smáatriðum dýrðlegu yfirvaraskeggi Hayek en hana hitti hún í eigin persónu á blaðamannafundi í Sviss fyrir örfáum árum. Skeggið var stór partur af kynþokka hennar og gerði hana einstaka og eftirminnilega. Við getum kannski ekki allar líkt eftir skeggmyndun Sölmu en það er von að hún geti greitt úr götu skeggsins og látið menn eins og einhvern Clement af Alexandríu, sem sagði skegg vera tákn um augljósa yfirburði karlmannsins, éta sinn hatt. Sjálf sér Salma ekki fegurðina í skegginu en hún jók vöxt þess með því að raka sig fyrir hlutverk Fridu Kahlo árið 2002 en rakstur er góð leið til að gera skeggrótina grófa. Öðru hverju burðast hún því við að vaxa andlitið og segist óttast að líta út eins og Bjarnabófi þegar hún verður eldri. Ég hef alltaf treyst tískuvitund Madonnu og hún hefur bannað dóttur sinni, Lourdes Mariu, að vaxa á sér andlitið en Lourdes er með fallegt yfirvaraskegg. Kannski er því von að það sé ekki langt í að heimurinn uppgötvi ágæti skeggsins. Og keppt verði í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Austurríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Bandarísk skeggkeppni fór fram í síðustu viku í Pensylvaníu en keppnin er árviss viðburður Vestanhafs þar sem karlmenn með mismunandi sortir yfirvara-, höku- og alskeggja keppa sín á milli í nokkrum flokkum. Um leið og karlmennirnir berjast um titlana leita um 30 milljónir bandarískra kvenna mismunanda leiða við að fjarlægja sín yfirvara- og geitaskegg, að jafnaði einu sinni í viku. Eitt best falda leyndarmál bandarískra sem og kvenna víða annars staðar í heiminum er skeggvöxtur þeirra sem er þó alls ekki fágætt fyrirbæri. Skeggvöxturinn er ekki bara manns eigin óheppni, að því er maður kann að halda. Ástæðan fyrir því að ég veit ekki af hinum konunum er sú að konan í næsta húsi, með hökuplokkara fyrir framan spegilinn í þessum töluðu orðum, heldur líka að þetta sé einstakt lánleysi í lífinu. Þöggun skeggbroddanna er ómeðvitað, sameiginlegt átak kvenna um allan heim. Ég hélt að svona vöxtur tengdist yfirleitt truflun í hormónabúskap, hafandi sjálf reynt slíkt fyrir tveimur árum, en svo er ekki samkvæmt þeim úttektum sem ég gluggaði í. Oftast er vöxturinn eðlilegur fylgifiskur þess að eldast. Salma Hayek skartar mjög töff yfirvaraskeggi sem því miður nýtur sín ekki vel á ljósmyndum, sem gæti stafað af því að eitthvað sé búið að laga þær til. Góð vinkona mín gat hins vegar sagt mér frá og lýst í smáatriðum dýrðlegu yfirvaraskeggi Hayek en hana hitti hún í eigin persónu á blaðamannafundi í Sviss fyrir örfáum árum. Skeggið var stór partur af kynþokka hennar og gerði hana einstaka og eftirminnilega. Við getum kannski ekki allar líkt eftir skeggmyndun Sölmu en það er von að hún geti greitt úr götu skeggsins og látið menn eins og einhvern Clement af Alexandríu, sem sagði skegg vera tákn um augljósa yfirburði karlmannsins, éta sinn hatt. Sjálf sér Salma ekki fegurðina í skegginu en hún jók vöxt þess með því að raka sig fyrir hlutverk Fridu Kahlo árið 2002 en rakstur er góð leið til að gera skeggrótina grófa. Öðru hverju burðast hún því við að vaxa andlitið og segist óttast að líta út eins og Bjarnabófi þegar hún verður eldri. Ég hef alltaf treyst tískuvitund Madonnu og hún hefur bannað dóttur sinni, Lourdes Mariu, að vaxa á sér andlitið en Lourdes er með fallegt yfirvaraskegg. Kannski er því von að það sé ekki langt í að heimurinn uppgötvi ágæti skeggsins. Og keppt verði í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Austurríki.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun