Óvenjuleg kvöldstund Trausti Júlíusson skrifar 30. september 2011 06:00 Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvikmyndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur viðburður var í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan sviðið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommuleikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetningum. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunnar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmyndina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkjunni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplifunin var sérstök og eftirminnileg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægilegir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunakvikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Lífið Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvikmyndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur viðburður var í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan sviðið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommuleikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetningum. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunnar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmyndina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkjunni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplifunin var sérstök og eftirminnileg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægilegir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunakvikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni.
Lífið Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira