Brynjar Már frumsýnir rosalega græju á Oliver 29. september 2011 22:00 Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður komust áfram „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður komust áfram „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira