Myndar lausagöngu ferðamanna 29. september 2011 11:00 með smalahund Kári Sturluson með smalahundinum sínum Loppu hjá Hallgrímskirkju innan um erlenda ferðamenn í lausagöngu.mynd/eddi Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Kári Sturluson heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu á gistiheimilinu Kex Hostel í október. Sýningin heitir Lausaganga ferðamanna í borgarlandinu. „Ég er búinn að vera að taka myndir á Blackberry-símann minn við og við og hef verið að pósta þeim á Facebook. Í sumar vorum við félagi minn að tala um að það væri svo rosalega mikið af túristum í miðbænum og vorum að tala um þetta eins og lausagöngu, rétt eins og með kindurnar,“ segir Kári, sem hefur starfað með Sigur Rós og flutt til landsins Damien Rice og Duran Duran. „Ég tók fyrstu myndina af ferðamönnum í lausagöngu á Austurvelli í svona hjörð á röltinu. Upp frá því fór ég að taka meira eftir þessu og fór að smella af á fullu. Þá þróaðist þetta út í seríu.“ Aðspurður segist Kári aldrei hafa haft áhuga á ljósmyndun þrátt fyrir að bróðir hans, Snorri, sé ljósmyndari og hluti af auglýsingafyrirtækinu Snorri Bros, og að pabbi þeirra sé mikill áhugamaður um ljósmyndun. „Ég hef reynt að taka myndir á stafræna myndavél en þær hafa yfirleitt verið frekar daprar. Blackberry-inn er hins vegar pínulítill og þægilegur og myndirnar eru ekkert sérlega góðar úr honum hvort sem er,“ segir hann léttur. „Það skiptir engu máli þótt ljósmyndarinn sé líka lélegur.“ Opnunarhóf sýningarinnar verður 10. október og formleg opnun daginn eftir. Sýningin stendur yfir í eina viku og mun Þorsteinn J. rita formála að sýningunni. - fb Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Kári Sturluson heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu á gistiheimilinu Kex Hostel í október. Sýningin heitir Lausaganga ferðamanna í borgarlandinu. „Ég er búinn að vera að taka myndir á Blackberry-símann minn við og við og hef verið að pósta þeim á Facebook. Í sumar vorum við félagi minn að tala um að það væri svo rosalega mikið af túristum í miðbænum og vorum að tala um þetta eins og lausagöngu, rétt eins og með kindurnar,“ segir Kári, sem hefur starfað með Sigur Rós og flutt til landsins Damien Rice og Duran Duran. „Ég tók fyrstu myndina af ferðamönnum í lausagöngu á Austurvelli í svona hjörð á röltinu. Upp frá því fór ég að taka meira eftir þessu og fór að smella af á fullu. Þá þróaðist þetta út í seríu.“ Aðspurður segist Kári aldrei hafa haft áhuga á ljósmyndun þrátt fyrir að bróðir hans, Snorri, sé ljósmyndari og hluti af auglýsingafyrirtækinu Snorri Bros, og að pabbi þeirra sé mikill áhugamaður um ljósmyndun. „Ég hef reynt að taka myndir á stafræna myndavél en þær hafa yfirleitt verið frekar daprar. Blackberry-inn er hins vegar pínulítill og þægilegur og myndirnar eru ekkert sérlega góðar úr honum hvort sem er,“ segir hann léttur. „Það skiptir engu máli þótt ljósmyndarinn sé líka lélegur.“ Opnunarhóf sýningarinnar verður 10. október og formleg opnun daginn eftir. Sýningin stendur yfir í eina viku og mun Þorsteinn J. rita formála að sýningunni. - fb
Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira