Landaði auðmjúkum Schwarzenegger í mynd sína 14. september 2011 07:00 Eva María Daniels segir Bandaríkjamenn elska endurkomur og aðkoma Arnolds Schwarzenegger að myndinni Captive hefur skapað mikla fjölmiðlaumræðu. Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira