Landaði auðmjúkum Schwarzenegger í mynd sína 14. september 2011 07:00 Eva María Daniels segir Bandaríkjamenn elska endurkomur og aðkoma Arnolds Schwarzenegger að myndinni Captive hefur skapað mikla fjölmiðlaumræðu. Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira