Skammaryrðið stelpa Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 27. maí 2011 08:00 Fyrir löngu sætti ég mig við það að fyrir mörgum eru íþróttir og karlmennska tengd órjúfanlegum böndum. Ég hef nefnilega fylgst með fótbolta frá því að ég var lítil. Allt frá þeim tíma hef ég þurft að glíma við þá skoðun að íþróttir séu fyrir karla, sérstaklega fótbolti. Þegar ég var sex ára og fór með pabba á völlinn var ég ekki spurð að því hver væri bestur í liðinu – heldur hver væri sætastur. Þó að við pabbi reyndum í sameiningu að koma fólki í skilning um að ég hefði vit á þessu til jafns við önnur börn gekk það ekki alltaf. Þegar ég varð eldri sat ég svo á mér þegar karlarnir í stúkunni töluðu um karlmennskuíþróttina fótbolta. Þá fór ég líka að sjá þetta orðalag í fjölmiðlum. Þá virtist litlu skipta að kvennafótbolti væri kominn til sögunnar og meira að segja farinn að verða allt í lagi. Mín taktík hefur yfirleitt verið sú að gera karlremburnar kjaftstopp með þekkingu á fótbolta og það hefur margoft tekist. Ég þurfti ekki að rífast og skammast, ég gat bara sýnt fram á að fótbolti væri alveg jafn mikið fyrir stelpur og stráka. Þetta hefur samt reglulega pirrað mig, alveg eins og það pirrar mig þegar talað er um að sparka eins og stelpa og hlaupa eins og stelpa. Svo ekki sé farið út í tvískinnunginn í staðalímyndunum þegar konur í íþróttum eru annað hvort trukkalessur, og þar með varla kvenkyns, eða gera eitthvað „eins og stelpa". Og sama hversu mikið maður heldur og vonar að þetta breytist með tímanum þá koma alltaf upp ný dæmi og nýjar útfærslur á því að nota kvenkynið sem skammaryrði. Fyrr í vikunni sagði fyrirliði Stjörnunnar í viðtali að hann hefði ekki viljað láta sig detta eins og stelpa. Skömmu áður hafði leikmaður í Þór á Akureyri kallað mann sem hann hafði tæklað niður „andskotans konu". Seinna atvikið var rætt í fótboltaþætti og orðbragðið þótti ekki viðeigandi. Það var þó ekki sökum þess að út í hött væri að nota orðið kona sem skammaryrði. Nei, brotið hafði nefnilega verið gróft og hinn tæklaði því ekki sýnt af sér þann aumingjaskap sem í fúkyrðinu fólst. Leikmönnum á því að þykja það slæmt að vera eins og stelpa. Þessir tveir geta þá allavega huggað sig við að hafa aldrei spilað með landsliði karla, sem á móti hefur aldrei spilað á alþjóðlegu stórmóti. Þá væru þeir nefnilega að gera eitthvað eins og stelpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Fyrir löngu sætti ég mig við það að fyrir mörgum eru íþróttir og karlmennska tengd órjúfanlegum böndum. Ég hef nefnilega fylgst með fótbolta frá því að ég var lítil. Allt frá þeim tíma hef ég þurft að glíma við þá skoðun að íþróttir séu fyrir karla, sérstaklega fótbolti. Þegar ég var sex ára og fór með pabba á völlinn var ég ekki spurð að því hver væri bestur í liðinu – heldur hver væri sætastur. Þó að við pabbi reyndum í sameiningu að koma fólki í skilning um að ég hefði vit á þessu til jafns við önnur börn gekk það ekki alltaf. Þegar ég varð eldri sat ég svo á mér þegar karlarnir í stúkunni töluðu um karlmennskuíþróttina fótbolta. Þá fór ég líka að sjá þetta orðalag í fjölmiðlum. Þá virtist litlu skipta að kvennafótbolti væri kominn til sögunnar og meira að segja farinn að verða allt í lagi. Mín taktík hefur yfirleitt verið sú að gera karlremburnar kjaftstopp með þekkingu á fótbolta og það hefur margoft tekist. Ég þurfti ekki að rífast og skammast, ég gat bara sýnt fram á að fótbolti væri alveg jafn mikið fyrir stelpur og stráka. Þetta hefur samt reglulega pirrað mig, alveg eins og það pirrar mig þegar talað er um að sparka eins og stelpa og hlaupa eins og stelpa. Svo ekki sé farið út í tvískinnunginn í staðalímyndunum þegar konur í íþróttum eru annað hvort trukkalessur, og þar með varla kvenkyns, eða gera eitthvað „eins og stelpa". Og sama hversu mikið maður heldur og vonar að þetta breytist með tímanum þá koma alltaf upp ný dæmi og nýjar útfærslur á því að nota kvenkynið sem skammaryrði. Fyrr í vikunni sagði fyrirliði Stjörnunnar í viðtali að hann hefði ekki viljað láta sig detta eins og stelpa. Skömmu áður hafði leikmaður í Þór á Akureyri kallað mann sem hann hafði tæklað niður „andskotans konu". Seinna atvikið var rætt í fótboltaþætti og orðbragðið þótti ekki viðeigandi. Það var þó ekki sökum þess að út í hött væri að nota orðið kona sem skammaryrði. Nei, brotið hafði nefnilega verið gróft og hinn tæklaði því ekki sýnt af sér þann aumingjaskap sem í fúkyrðinu fólst. Leikmönnum á því að þykja það slæmt að vera eins og stelpa. Þessir tveir geta þá allavega huggað sig við að hafa aldrei spilað með landsliði karla, sem á móti hefur aldrei spilað á alþjóðlegu stórmóti. Þá væru þeir nefnilega að gera eitthvað eins og stelpa.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun