Ekki veikan blett að finna 13. apríl 2011 07:00 Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira