Ásinn Týr í uppáhaldi 23. mars 2011 16:33 Ívan Breki Guðmundsson sökkti sér ofan í bók um ásatrú og tók eftir það þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. Mynd/Thelma Hjaltadóttir „Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat Fermingar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat
Fermingar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira